Málörvunaræfingar | Skólavefurinn

Málörvunaræfingar

Útprentanlegt efni

Leikur til þess að auka orðaforða barna. Aldur: 1,5 - 3 ára.

Hvernig við leggjum inn orðin á, í, ofan á,undir og svo framvegis. Aldur: 2 - 4 ára.

Leikur til að gera barnið meðvitað um heiti lita. Aldur: 2 - 5 ára.

Njósnaleik er breytt í orðaleik til málörvunar. Aldur: 3 - 6 ára.

Orð lögð inn í leiknum Símon segir og um leið eykst einbeiting og hugmyndaflug. Aldur: 3 - 6 ára.

Leikið með orð og hljóð. Aldur: 3 - 6 ára.

Leikur með bolta sem táknar jörðina. Rætt er um menningu og staði í veröldinni. Aldur: 3 - 6 ára.

Rætt er um önnur lönd og menningu með tengsl við upplifanir barnsins, t.d hvernig matur er borðaður í hverju landi. Aldur: 4 - 6 ára.

Þessi leikur byggir á að finna orð tengd upphafsstaf setningar. Aldur: 4 - 6 ára.

Þessi leikur er nafnaleikur. Viðfangsefni er valið og allir þátttakendur nefna eins marga hluti og þeim dettur í hug sem passa við efnið sem valið var. Til dæmis: Dýr, sem síðan er hægt að flokka niður í smærri einingar, íslensk dýr, erlend dýr, sjávardýr. Aldur: 4 - 6 ára.

Fáðu barnið til að lýsa húðinni á Mjallhvíti: „Hún var ekki bara hvít, hún var hvít eins og snjór. En hvað með hárið á henni? Það var svart eins og krummi. Varirnar voru rauðar eins og blóð“. Önnur lýsandi dæmi gætu verið að eitthvað „lykti eins og skunkur“. „Hvernig væri hægt að lýsa lyktinni á annan hátt?“ Gott er að koma með tillögu til að hvetja barnið áfram, til dæmis: „Lyktar eins og fiskur, laukur“ og svo framvegis. Aldur 4 - 6 ára.

Rannsaka hve mörg orð hægt er að nota til að lýsa einhverju ákveðnu, t.d. fólki: hamingjusöm, glaðlynd, kát, lífleg, myndarleg, há, reið, leið, áhyggjufull, alvarleg, vingjarnleg og svo framvegis. Aldur: 4 - 6 ára.

Veljið nafnorð eins og fíll eða kónguló. Hver einstaklingur þarf að koma með lýsingarorð í stafrófsröð. Sá sem byrjar gæti komið með akfeitur fíll, sá næsti bleikur fíll, þarnæsti dásamlegur fíll og svo framvegis. Einnig mætti skrifa orðin niður. Aldur: 5 - 6 ára.

Í stað þess að spyrja spurninga eru svörin gefin og hinir eiga að koma með viðeigandi spurningu. Til dæmis: „Svarið er ávaxtasafi. Hver er spurningin?“ - Nefndu hollan drykk sem við drekkum. Eða: „Ef svarið væri kaffi hver gæti spurningin þá verið?“ - Hvaða drykkur er úr baunum, er heitur og fullorðnir drekka? Aldur: 5 - 6 ára.

Málörvun er mikilvæg fyrir lesþroska og rökhyggju hjá börnum.  Hér bjóðum við upp á valdar æfingar eða hugmyndir að málörvunaræfingum sem börn hafa bæði gagn og gaman af að glíma við.