Grímseyjarlýsing eftir séra Jón Norðmann | skolavefurinn.is

Grímseyjarlýsing eftir séra Jón Norðmann

Áhugavert efni um Ísland sem byggir á Grímseyjarlýsingu séra Jóns Norðmanns frá því um 1850, en hann var prestur þar frá 1846-1849. Er hér um ómetanlega heimild að ræða og ekki bara um Grímsey ef út í það er farið, því hún endurspeglar um margt almenn viðhorf og líf fólks á Íslandi á þeim tíma. Höfum við sett efnið fram með verkefnum til að auðvelda fólki að festa innihaldið betur í minni. Myndir sem fylgja efninu eru flestar teknar af Friðþjófi Helgasyni. Hægt er að sækja alla kafla útprentanlega með góðum verkefnum af forsíðu.