Lestrarkassinn - Gagnvirkt | skolavefurinn.is

Lestrar
Kassinn
Frábær leið til að þjálfa lesskilning og lestrarhraða.

Lestrarkassinn - Gagnvirkt

Hvað er Lestrarkassinn?

Lestrarkassinn er nýjung sem við á Skólavefnum bindum miklar vonir við og trúum að geti hjálpað mörgum í að ná betri tökum á þeirri list að lesa sér til gagns og gamans.  Í nútímasamfélagi reynir stöðugt á þá hæfni hvort sem er í námi eða öðru og eins og með allt annað þá þarf að þjálfa sig í því sem maður vill gera góður í.

Lestrarkennsla og lestrarþjálfun hefur lengi verið með nokkuð hefðbundnu sniði og markviss lestrarþjálfun ekki verið í forgrunni í eldi bekkjardeildum. Nú þegar lestur verður stöðugt fyrir aukinni samkeppni annars staðar frá er mikilvægt að taka lesturinn föstum tökum óháð öllum námsgreinum.

Lestrarkassinn einblínir fyrst og fremst á það að þjálfa lestur og lesskilning en þar er boðið upp stigskipta lestexta úr ýmsum áttum og verkefni með þeim til að efla skilninginn.  Í þessum fyrsta lestrarkassa eru fimmtíu textar. Flokkun textanna miðast fyrst og fremst við lengd, orðaforða og misþung verkefni (sjá lýsingu á flokkum).

Þjálfun skilar árangri

Að undanförnu hefur orðið til mikil umræða um lestur og lesskilning í samfélaginu og virðist sem almennum lesskilningi hafi hrakað meðal nemenda þó svo taka beri allar slíkar staðhæfingar með mikilli varúð. Það breytir þó ekki því að mikilvægt er að þjálfa alla nemendur í lestri og lesskilningi, enda lestur lykilþáttur í flestu námi.   Lestrarkassinn mætir nemandanum þar sem hann er staddur.  Það er bara að velja stig við hæfi. 

Í lestrarkassanum er boðið upp á fjölda stigskiptra lestexta sem sameina það að þjálfa almennan lestur og það að lesa sér til gagns.  Textarnir eru mislangir; þeir stystu undir hundrað orðum og fer upp um hundrað á hverju stig, en 5. og efsta stigið í þessum kassa telur texta með orðafjölda á bilinu 4-500 orð.