Bragur.is | skolavefurinn.is

Bragur.is

Vefslóð

Lýsing

Bragur.is - Vefur um bragfræði fyrir ljóðelska.

Við bjóðum nú upp á skemmtilega nýjung, glænýja síðu þar sem áherslan er á bragfræði. Þessi síða er fyrst og fremst hugsuð fyrir alla þá sem hafa áhuga á bragfræði og vilja læra grunnatriðin í því hvernig á að yrkja rímur. Vefurinn samanstendur af stuttri kennslubók sem hægt er að skoða á vef eða prenta út, auk verkefna. Rúsínan í pylsuendanum er svo hið svokallaða Fyrirspurnahorn, en þar getið þið sent inn spurningar um allt sem þið viljið vita varðandi bragfræði. Síðast en ekki síst getið þið sent inn ykkar eigin tilraunir til að yrkja og fengið viðbrögð við þeim frá fagmanni, en umsjónarmaður og höfundur þessarar síðu er einmitt Ragnar Ingi Aðalsteinsson, en hann lauk doktorsprófi nýlega sem ber heitið Tólf alda tryggð þar sem hann rannsakaði þróun stuðlasetningar frá elsta þekktum norrænum kveðskap fram til nútímans. Hvetjum við alla og þess vegna heilu bekkina til að senda inn vísur. Öllum fyrirspurnum verður svarað.

Skolavefurinn Menu