Það er gaman að reikna (stærðfræði) | skolavefurinn.is

Það er gaman að reikna (stærðfræði)

Það er gaman að reikna er ritröð í stærðfræði
eftir Björk Gunnarsdóttur kennara. 

Bækurnar henta vel frá 2. og upp í 4. bekk.  Í bókunum er áherslan fyrst og fremst á grunnþættina fjóra; samlagningu, frádrátt,  margföldun og deilingu.  Þá er inn á milli að finna alls kyns leik með tölur, þrautir, gátur, orðadæmi og ýmislegt fleira.  Hér getið náð í skemmtilegar stærðfræðibækur sem börnin hafa gaman af að glíma við. 

Til að nálgast bækurnar smellið þið á forsíðurnar hér fyrir neðan.

Það er gaman að reikna 1.

Samlagning

Tölur upp í hundrað, orðaleikir, þrautir, gátur, mælingar, línurit, form, stafarugl, oddatölur, raðtölur, orðadæmi og fl.

(27 bls.)

Það er gaman að reikna 2.

Frádráttur

Tölur upp í hundrað, orðaleikir, þrautir, gátur, mælingar, línurit, form, stafarugl, oddatölur, raðtölur, orðadæmi og fl.

(27 bls.)

Það er gaman að reikna 3.

Samlagning og frádráttur

Tölur upp í hundrað, orðaleikir, þrautir, gátur,  form, stafarugl, orðadæmi og fl.

(27 bls.)

Það er gaman að reikna 4.

Margföldun

Unnið með margföldun upp í tíu sinnum töfluna. Þá er eins og í fyrri bókum mikið um þrautir, gátur og alls kyns leiki með tölur.

(23 bls.)

Það er gaman að reikna 5.

Samlagning, frádráttur, margföldun og orðadæmi

Unnið með blöndu af samlagningu, frádrátt, margföldun og hnykkt á öllu með orðadæmum.  Þá er mikið af alls kyns gátum og þrautum. 

(23 bls.)

Það er gaman að reikna 6.

Deiling og orðadæmi

Eins og segir í titlinum er áherslan hér fyrst og fremst á deilingu og orðadæmi, en svo er mikið af alls kyns þrautum og öðru skemmtiefni.

(23 bls.)