Bóksala | skolavefurinn.is

Bóksala

 

Veturinn 2018 - 2019

Til þess að panta bækur frá Skólavefnum skal senda tölvupóst á boksala@skolavefurinn.is.  Í subject-línuna skal setja "Pöntun frá (þinn skóli)". Vöruheiti og magn verða að koma skýrt fram og einnig er mikilvægt að fram komi nafn og kennitala greiðanda.

Pöntunarlisti (excel skjal)

(hægri smellið og veljið "save")

Hér fyrir ofan er pöntunarlisti á Excel formi sem þið getið sótt, fyllt út og sent okkur sem viðhengi. Afhendingartími er svo eftir samkomulagi og viðtakandi greiðir sendingarkostnað. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þið hafið einhverjar spurningar, við tökum öllum fyrirspurnum vel.

Bits and Pieces in English Spelling er mjög hentug og gagnleg bók í enskri ritun og stafsetningu. Í stað þess að fara yfir hvert einasta málfræði- og stafsetningaratriði eru hér teknar fyrir þær reglur sem helst vilja vefjast fyrir íslenskum nemendum.

Bókinni er skipt upp í kennslustundir en þar notum við orðið „stundir“ nokkuð frjálslega. Mætti jafnvel frekar tala um kennsluatriði eða einingar. Reynum við að hafa hverja stund stutta þannig að einungis eitt atriði er tekið fyrir í hverri kennslustund og mælumst í leiðinni til þess að stutt sé milli stunda.

Þetta er afar markviss þjálfun í enskri ritun og stafsetningu og er sérstaklega miðuð að þeim þáttum sem helst eru íslenskum nemendum erfiðir. Uppsetningin og efnistökin gera þetta að frábærri nýjung í enskukennslu á Íslandi. Er bókin 50 blaðsíður að lengd og hefur að geyma 38 stundir.

Bókin hentar vel fyrir 8.-10. bekk.

Lausnahefti má nálgast hér.

990 kr.

Sagan Veskið fjallar um vinina Hönnu og Palla sem finna veski á förnum vegi sem er stútfullt af peningum. Nú er að sjá hvernig þau leysa úr því.

Lesbókin er 42 blaðsíður.

Vinnubók upp á 24 blaðsíður er hægt að sækja hér

Stök bók kostar 590 krónur.

Pakki með 7 titlum (Veskið, Útilegan, Sprengjan, Sundferðin, Skólaferðalag, Týndi bíllinn og Sinubruni) kostar einungis 1490 krónur sem er 213 krónur af hverri bók.

590 kr.

Útilegan segir frá systkinunum Lísu og Val sem fara í útilegu til Laugarvatns með foreldrum sínum og lenda í ævintýrum þar.

Lesbókin er 30 blaðsíður.

Vinnubók upp á 14 blaðsíður er hægt að sækja hér

Stök bók kostar 590 krónur.

Pakki með 7 titlum (Veskið, Útilegan, Sprengjan, Sundferðin, Skólaferðalag, Týndi bíllinn og Sinubruni) kostar einungis 1490 krónur sem er 213 krónur af hverri bók.

590 kr.

Í Sprengjunni segir frá drengjunum Kidda og Nonna sem ákveða að kaupa sér sprengjur af því að áramótin eru að nálgast.

Lesbókin er 33 blaðsíður.

Vinnubók upp á 24 blaðsíður er hægt að sækja hér.

Stök bók kostar 590 krónur.

Pakki með 7 titlum (Veskið, Útilegan, Sprengjan, Sundferðin, Skólaferðalag, Týndi bíllinn og Sinubruni) kostar einungis 1490 krónur sem er 213 krónur af hverri bók.

590 kr.

Sundferðin segir frá því þegar Valur fer með Kötu frænku sinni frá Selfossi í sund. Þar rekast þau á stríðnispúkann Níels.

Lesbókin er 20 blaðsíður.

Vinnubók upp á 24 blaðsíður er hægt að sækja hér.

Stök bók kostar 590 krónur.

Pakki með 7 titlum (Veskið, Útilegan, Sprengjan, Sundferðin, Skólaferðalag, Týndi bíllinn og Sinubruni) kostar einungis 1490 krónur sem er 213 krónur af hverri bók.

590 kr.

Skólaferðalag er ein af þremur bókum um þá Gunna og Sigga. Hinar bækurnar nefnast Ásta er týnd og Á vídeóleigunni.

Lesbókin er 31 blaðsíður.

Vinnubók upp á 24 blaðsíður er hægt að sækja hér.

Stök bók kostar 590 krónur.

Pakki með 7 titlum (Veskið, Útilegan, Sprengjan, Sundferðin, Skólaferðalag, Týndi bíllinn og Sinubruni) kostar einungis 1490 krónur sem er 213 krónur af hverri bók.

590 kr.

Í sögunni Týndi bíllinn verður mamma Palla fyrir því að bíllinn hennar hverfur. Var honum stolið eða getur verið einhver önnur skýring?

Lesbókin er 26 blaðsíður.

Vinnubók upp á 24 blaðsíður er hægt að sækja hér.

Stök bók kostar 590 krónur.

Pakki með 7 titlum (Veskið, Útilegan, Sprengjan, Sundferðin, Skólaferðalag, Týndi bíllinn og Sinubruni) kostar einungis 1490 krónur sem er 213 krónur af hverri bók.

590 kr.

Í sögunni Sinubruni eru þau Palli og Hanna að ganga upp í Elliðaárdal þegar þau koma þar að þar sem kveikt hefur verið í sinu.

Lesbókin er 28 blaðsíður.

Vinnubók upp á 24 blaðsíður er hægt að sækja hér.

Stök bók kostar 590 krónur.

Pakki með 7 titlum (Veskið, Útilegan, Sprengjan, Sundferðin, Skólaferðalag, Týndi bíllinn og Sinubruni) kostar einungis 1490 krónur sem er 213 krónur af hverri bók.

590 kr.

Bókin Borgarmúsi og Sveitamúsi telur 44 blaðsíður og skiptist í 6 stutta og þægilega leskafla, ásamt verkefnum sem henta vel fyrir 2.-3. bekk. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg og taka fyrir þætti eins og nafnorð, lýsingarorð, samheiti, lesskilning, tímaröð atburða, krossgátur og fleira.

Hefur þeirri reglu okkar verið fylgt að vera með erfið og létt verkefni og/eða viðfangsefni á víxl, enda mikilvægt að sem flestir nemendur finni einhverja fótfestu í efninu án hjálpar.

Efnið er unnið upp úr námsefni frá breska útgefandanum Domino Books en um viðbætur og staðfæringar sáu Páll Guðbrandsson og Ingólfur B. Kristjánsson. Sagan er skemmtilega myndskreytt, en textinn er með leturstærð 16. 

990 kr.

Jóhann Magnús Bjarnason flutti ungur að árum til Vesturheims og var ástsæll kennari og rithöfundur. Hér er komið fyrsta bindið af dagbókum hans sem hafa aldrei áður komið út á bók. Forvitnileg lesning fyrir alla sem hafa áhuga á Jóhanni Magnúsi og verkum hans eða á sögu Íslendinga í Vesturheimi.

1 590 kr.

Stigskiptar lestrarbækur frá Óðinsauga

Við höfum tekið fjórar nýjar lestrarbækur frá útgáfufyrirtækinu Óðinsauga í umboðssölu. Þið getið pantað þær hjá okkur. Þetta eru fallega myndskreyttar bækur sem ættu að höfða til krakka.

Hver bók kostar 1099 krónur.

Ef keypt er bekkjarsett, þ.e. tíu eintök eða fleiri fæst bókin á 999 krónur.

1 099 kr.

Stigskiptar lestrarbækur frá Óðinsauga

Við höfum tekið fjórar nýjar lestrarbækur frá útgáfufyrirtækinu Óðinsauga í umboðssölu. Þið getið pantað þær hjá okkur. Þetta eru fallega myndskreyttar bækur sem ættu að höfða til krakka.

Hver bók kostar 1099 krónur.

Ef keypt er bekkjarsett, þ.e. tíu eintök eða fleiri fæst bókin á 999 krónur.

1 099 kr.

Stigskiptar lestrarbækur frá Óðinsauga

Við höfum tekið fjórar nýjar lestrarbækur frá útgáfufyrirtækinu Óðinsauga í umboðssölu. Þið getið pantað þær hjá okkur. Þetta eru fallega myndskreyttar bækur sem ættu að höfða til krakka.

Hver bók kostar 1099 krónur.

Ef keypt er bekkjarsett, þ.e. tíu eintök eða fleiri fæst bókin á 999 krónur.

1 099 kr.

Stigskiptar lestrarbækur frá Óðinsauga

Við höfum tekið fjórar nýjar lestrarbækur frá útgáfufyrirtækinu Óðinsauga í umboðssölu. Þið getið pantað þær hjá okkur. Þetta eru fallega myndskreyttar bækur sem ættu að höfða til krakka.

Hver bók kostar 1099 krónur.

Ef keypt er bekkjarsett, þ.e. tíu eintök eða fleiri fæst bókin á 999 krónur.

1 099 kr.

Frábær bók til samlestrar á miðstigi.  Sagan segir frá drengnum Eiríki Hanssyni frá því hann fæðist á Íslandi og flyst sjö ára gamall til Vesturheims og baráttu hans við að fóta sig í nýju landi. Bókin er innbundin og eiguleg.

Á vefnum er hægt að

  • hlusta á hana upplesna,
  • nálgast gott vinnuhefti (með lausnum) og
  • þá er einnig hægt að hlaða henni niður sem rafbók. 

Vinnuheftið samanstendur af fjölda fjölvalsspurninga og henta spurningarnar til þjálfunar á lesskilningi. Þið getið séð allt efnið sem fylgir bókinni með því að smella hér.

590 kr.

Bókin Ekki meir eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing er hugsuð sem verkfæri í viðleitni til að sporna við einelti. Í bókinni er fjallað um hinar mörgu tegundir forvarna og tengsl þeirra við uppbyggingu jákvæðs staðarbrags í skóla-, íþrótta- og æskulýðsumhverfinu. Meginhluti bókarinnar fjallar um úrvinnslu eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum. 

Mikil áhersla er lögð á að bókin hafi almennt notagildi fyrir fullorðna og börn, gerendur og þolendur. 

Höfundur bókarinnar, Kolbrún Baldursdóttir, byggir efnið á áratuga reynslu sem sálfræðingur. Hún hefur komið að málefnum barna og unglinga með fjölbreyttum hætti svo sem með kennslu, ráðgjöf og sem meðferðaraðili. 

2 990 kr.

Krossgátur eru sívinsæl dægradvöl og tilvalið tól til að þjálfa okkur á margvíslegan máta. Þær nýtast nefnilega vel til að læra alls kyns staðreyndir, festa ýmis atriði í minni, þjálfa réttritun og efla rökhugsun.

Í þessari kennslubók bjóðum við upp á þematengdar krossgátur sem auk þess að hnykkja á almennum orðaforða þjálfa einnig nemendur í enskri stafsetningu. Þá fylgja með annars konar orðaforðaæfingar. Alls er bókin 56 blaðsíður.

Bókin er þannig uppbyggð að á hverri opnu er krossgáta sem tekur fyrir orð sem tengjast ákveðnu þema eða málfræðiatriði og á móti er listi yfir sömu orð þar sem á að tengja þau við skýringu. Þannig hafa nemendur orðin hjá sér til glöggvunar. 

Bókin hentar vel fyrir 5.-10. bekk.

Lausnir má nálgast hér.

990 kr.

Bókin Hlývindi hefur að geyma ljóð og laust mál eftir Stephan G. Stephansson. Baldur Hafstað, íslenskuprófessor við Menntavísindasvið HÍ, hefur haft veg og vanda af gerð þessarar bókar og hefur jafnframt skrifað frábærar skýringar með efninu til að auðvelda okkur að nálgast verk Stephans á skilmerkilegan hátt.

Stephan G. er og verður einn mesti hugsuður sem þjóð okkar hefur alið. Hann var maður margra heima; ólst upp í afdölum norðanlands og fluttist til vesturheims í leit að betra lífi sér og sínum til handa. Hann var óhræddur við að segja skoðun sína á málefnum líðandi stundar og gerði það oftast þannig að skoðanirnar lifðu málefnin. Eiga orð hans jafn mikið erindi til okkar í dag eins og þau áttu þá. Það hefur lengi skort að hægt væri að nálgast prósatexta Stephans í hentugri útgáfu, en nú höfum við ráðið bót á því. Hverju ljóði og lausamálstexta fylgir inngangur þar sem Baldur fjallar um viðkomandi texta og gerir það á svo ljósan hátt að textinn hreinlega lifnar við.

Hugmyndir Stephans G. eiga mikið erindi til námsmanna og því hefur Baldur útbúið vinnuhefti (kennsluleiðbeiningar) með völdum köflum í bókinni, ætlað efstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólanemum. Getur því verið hentugt fyrir skóla að verða sér úti um bekkjarsett af bókinni til að geta nýtt sér vinnubókina. Vinnubókina má nálgast hér.

990 kr.

Bókin Hvað kosta ég? kynnir fjármálahugtök fyrir ungu fólki með stuttum og hnitmiðuðum texta. Hún inniheldur fjölda verkefna og umræðuefna sem vekja áhuga unglinga á eigin fjármálum og fjármálakerfinu. Efni bókarinnar hentar mjög vel í lífsleikni og er tilvalin til fjármálafræðslu í grunnskólum. Frábært fjármálakennsluefni sem beðið hefur verið eftir.

Meðal annars er rætt um fjárræði, vexti, sparnað, samskipti við banka, FIT greiðslur, SMS lán, verðmæti, launaseðla og skatta.

Á vefnum www.fjarmalaskolinn.is er að finna mikið ítarefni og myndbönd sem styðja við kennsluna. Þar má einnig skoða fyrstu síður bókarinnar í gagnvirkri flettibók

490 kr.

Í bóli bjarnar er vönduð bók fyrir miðstig grunnskóla eftir Guðjón Ragnar Jónasson, þar sem höfundur samþættir heim nýrra Íslendinga og fornar íslenskar þjóðsögur og sagnir. Til að létta ungum lesendum lesturinn eru sjaldgæf orð útskýrð.

Bókin fjallar um ungan dreng, Tómas, sem flutti til Íslands frá Póllandi og hefur búið hér í fjögur ár. Tilviljun leiðir til þess að hann flytur til Grímseyjar og þá fyrst lendir Tómas í almennilegum ævintýrum.

Bókinni fylgir heildstæð vinnubók í íslensku upp á 43 blaðsíður þar sem áhersla er lögð á að auka málfærni og málskilning nemenda auk þess að ýta undir hópavinnu og hópumræðu. Vinnubókina má nálgast hér.

590 kr.

Bókin um Kasper og Jesper er fjórða léttlestrarbókin okkar eftir Berglindi Guðmundsdóttur en efnið frá henni á Skólavefnum hefur lengi verið með því vinsælasta á vefnum hjá okkur. Þessi bók er í anda Sóma og Sæla sjóræningja og er mikið lagt upp úr því að bókin sé falleg á að líta og að hún höfði til hinna yngri lesenda.

Í þessari bók er ákveðið samhljóðasamband æft í textanum en það er sp. Bókin telur 36 blaðsíður og hefur að  geyma létt og sniðug verkefni.

Ef bókin er keypt í pakka ásamt með Sæla sjóræningja, Sóma sjóræningja og Stínu og Ástu, kostar hún einungis 200 krónur, en pakkinn allur kostar einungis 800 krónur.

 

390 kr.

Sagan af Labba pabbakút eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur kom fyrst út árið 1971 hjá Ísafoldarprentsmiðju. Var hún þriðja barnabók Vilborgar, en áður hafði hún sent frá sér sögurnar Alli Nalli og tunglið (1959) og Sögur af Alla Nalla (1965).  

Bókin er með stóru og skýru letri og í alla staði mjög vönduð. 

Bókinni fylgir vönduð og skemmtileg vinnubók sem unnin er með hliðsjón af Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 2. og 3. bekk. Hægt er að nálgast vinnbókina hér.

490 kr.

Bækurnar eru ætlaðar byrjendum í lestri. Lögð er áhersla á að æfa vel hvern staf, hvert hljóð og tengingu milli hljóða. Lestextinn er einfaldur, sérstaklega í byrjun, þannig að börnin finni fljótlega fyrir getu sinni. Markmiðið er einnig að þau hafi ánægju af lestrinum. Í bókunum eru ýmis önnur verkefni sem tengjast nefnihraða, hljóðgreiningu, rökhugsun, athygli o. fl. Með bókunum er hægt að kaupa sérstök stafaspjöld, sem einkum eru ætluð kennurum og öðrum við stafainnlögn og kennslu. Á hverju spjaldi er mynd og stafur og romsa til að þylja um stafinn. Einnig eru ýmsar tillögur að heimspekilegum umræðuefnum sem nýtast vel við að auka orðaforða og efla málskilning.

3 790 kr.

Bækurnar eru ætlaðar byrjendum í lestri. Lögð er áhersla á að æfa vel hvern staf, hvert hljóð og tengingu milli hljóða. Lestextinn er einfaldur, sérstaklega í byrjun, þannig að börnin finni fljótlega fyrir getu sinni. Markmiðið er einnig að þau hafi ánægju af lestrinum. Í bókunum eru ýmis önnur verkefni sem tengjast nefnihraða, hljóðgreiningu, rökhugsun, athygli o. fl.

3 490 kr.

Skólavefurinn hefur nú tekið í sölu hinar frábæru léttlestrarbækur Lesum lipurt eftir Sigríði Ólafsdóttur, sérkennara. Hún hefur í áratugi starfað við lestrarkennslu seinfærra barna; sérkennslu, talkennslu og kennslu heyrnardaufra auk almennrar kennslu.

Bækurnar eru átta talsins, fjölnota, og eru ætlaðar öllum byrjendum í lestri. Þær henta einnig sérlega vel nemendum sem fara hægt af stað við lestrarnám eða eru áhugalitlir um lestur.

Textinn í bókunum er mjög léttur og einfaldur í byrjun og mikið er um endurtekningar sem gerir það að verkum að nemandinn finnur fyrir getu sinni og sjálfstraust eykst. Bækurnar þyngjast svo stig af stigi og er farið í gegnum allar þrjár grunnlestraraðferðirnar, þ.e.a.s. fyrst orðaðferðina, síðan hljóðaðferðina og loks stöfunaraðferðina. 

Bækurnar eru seldar átta saman í pakka.

2 980 kr.

Sérhljóðabækurnar eru léttlestrarbækur í bókaflokknum Lesum lipurt eftir Sigríði Ólafsdóttur sérkennara. Bækurnar eru átta talsins og mælt er með því að þær séu lesnar í númeraröð.

Markmiðið með bókunum er að þjálfa lestur á orðum sem innihalda ákveðin sérhljóð eða tvíhljóð og er lestextinn spunninn utan um þau. Textinn er einfaldur og mikið um endurtekningar, þannig að nemandinn finnur fyrir getu sinni og sjálfstraust hans eykst.

Bækurnar eru seldar átta saman í pakka.

4 290 kr.

Í pakkanum eru þrjár áhugaverðar lestrarbækur.  Bækurnar sem eru hugsaðar frá 2. bekk og áfram eru skemmtilega myndskreyttar heita: Skotta litla humlan mín, Tréð sem vildi læra að lesa og Oddur ánamaðkur

Margir þekkja eflaust fyrri bækur Sigríðar, Léttlestrarbækurnar og Sérhljóðabækurnar sem notið hafa gríðarlegra vinsælda meðal kennara og nemenda. Eigum við von á að þessar bækur verði jafn vinsælar.

Bækurnar eru einungis seldar saman í pakka og kostar pakkinn hjá okkur einungis 3.800 krónur. Hvetjum alla til að kynna sér vel þetta vandaða efni frá Sigríði. 

2 690 kr.

Textar upp að 100 orðum.

LITABÆKURNAR er ný ritröð af lestrarbókum sem sniðnar eru þörfum þeirra sem vilja þjálfa sig í lestri með sérstaka áherslu á lesskilning. Bækurnar eru fáanlegar í ólíkum sniðum sem henta öllum tækjum og tólum og auk þess er hægt að prenta þær út.

990 kr.

Textar upp að 200 orðum.

LITABÆKURNAR er ný ritröð af lestrarbókum sem sniðnar eru þörfum þeirra sem vilja þjálfa sig í lestri með sérstaka áherslu á lesskilning. Bækurnar eru fáanlegar í ólíkum sniðum sem henta öllum tækjum og tólum og auk þess er hægt að prenta þær út.

1 100 kr.

Textar upp að 300 orðum.

LITABÆKURNAR er ný ritröð af lestrarbókum sem sniðnar eru þörfum þeirra sem vilja þjálfa sig í lestri með sérstaka áherslu á lesskilning. Bækurnar eru fáanlegar í ólíkum sniðum sem henta öllum tækjum og tólum og auk þess er hægt að prenta þær út.

1 100 kr.

Textar upp að 400 orðum.

LITABÆKURNAR er ný ritröð af lestrarbókum sem sniðnar eru þörfum þeirra sem vilja þjálfa sig í lestri með sérstaka áherslu á lesskilning. Bækurnar eru fáanlegar í ólíkum sniðum sem henta öllum tækjum og tólum og auk þess er hægt að prenta þær út.

1 490 kr.

Textar upp að 500 orðum.

LITABÆKURNAR er ný ritröð af lestrarbókum sem sniðnar eru þörfum þeirra sem vilja þjálfa sig í lestri með sérstaka áherslu á lesskilning. Bækurnar eru fáanlegar í ólíkum sniðum sem henta öllum tækjum og tólum og auk þess er hægt að prenta þær út.

1 490 kr.

Textar upp að 600 orðum.

LITABÆKURNAR er ný ritröð af lestrarbókum sem sniðnar eru þörfum þeirra sem vilja þjálfa sig í lestri með sérstaka áherslu á lesskilning. Bækurnar eru fáanlegar í ólíkum sniðum sem henta öllum tækjum og tólum og auk þess er hægt að prenta þær út.

1 490 kr.

Textar - Pisatengdar æfingar.

LITABÆKURNAR er ný ritröð af lestrarbókum sem sniðnar eru þörfum þeirra sem vilja þjálfa sig í lestri með sérstaka áherslu á lesskilning. Bækurnar eru fáanlegar í ólíkum sniðum sem henta öllum tækjum og tólum og auk þess er hægt að prenta þær út.

1 490 kr.

Nafn Kristmanns Guðmundssonar (1901-1983) var ,,á hvers manns vörum'' í Noregi í kringum 1930 þar sem fyrstu skáldsögur hans birtust. Þær voru þýddar á yfir þrjátíu tungumál á 4. áratug síðustu aldar og víða gefnar út aftur og aftur. 

Nú gefst nýrri kynslóð tækifæri til að lesa eitt af bestu verkum Kristmanns, Morgun lífsins, sem á sér stað við hafnlausa strönd í sunnlensku samfélagi á seinni hluta 19. aldar. Á yfirborðinu virðist mannlífið kyrrstætt og staðnað en undiraldan er ógnvænleg. Frásagnargleði og innsæi Kristmanns í mannlegan vanmátt og breyskleika hrífur lesandann með sér.

490 kr.

Í dönsku bjóðum við upp á skemmtilega sögu byggða á norrænu goðafræðinni, Rejsen til Udgårdsloke eftir Vilhjálm Gíslason. Sagan fjallar um för Þórs til Útgarðaloka og kemur úr Gylfaginningu. Sagan er ætluð nemendum í 8.-10. bekk. Hún er skemmtileg og glæsilega myndskreytt og vel til þess fallin að fanga áhuga nemenda.

Lesbókin er fjölnota.

Vinnubókin er seld sér, en hún inniheldur fjölbreytt verkefni eins og lesskilningsspurningar, andheiti, samheiti, krossgátur og eyðufyllingar.

Einnig er á Skólavefnum að finna glæsilega vefútgáfu af sögunni með upplestri og gagnvirkum æfingum.

1 490 kr.

Í dönsku bjóðum við upp á skemmtilega sögu byggða á norrænu goðafræðinni, Rejsen til Udgårdsloke eftir Vilhjálm Gíslason. Sagan fjallar um för Þórs til Útgarðaloka og kemur úr Gylfaginningu. Sagan er ætluð nemendum í 8.-10. bekk. Hún er skemmtileg og glæsilega myndskreytt og vel til þess fallin að fanga áhuga nemenda.

Vinnubókin inniheldur fjölbreytt verkefni eins og lesskilningsspurningar, andheiti, samheiti, krossgátur og eyðufyllingar.

Lesbókin er seld sér.

Einnig er á Skólavefnum að finna glæsilega vefútgáfu af sögunni með upplestri og gagnvirkum æfingum.

590 kr.

Bókin hefur að geyma yfir tuttugu samtöl sem er frábært innlegg í samfélagsumræðuna, auk þess að vera afar skemmtileg. Þarna er til að mynda viðtal við konu sem seld var á uppboði o.fl. sem ungt fólk í dag hefði gott af því að kynnast.

Við höfum útbúið verkefni með fimm völdum samtölum til að auðvelda kennurum að leggja þetta frábæra efni fyrir nemendur sína. Það væri þá nóg fyrir skóla að verða sér úti um eitt bekkjarsett af bókinni eða fáein eintök af bókinni, sem gæti þá gengið á milli bekkja. Já hér er á ferðinni efni sem nemendur hefðu bæði gagn og gaman af að kynna sér. Raunverulegar sögur af raunverulegu fólki í listrænum búningi Matthíasar Johannessens.

Vinnubókina má nálgast hér.

Verð á meðan birgðir endast:

390 kr.

Stóra snillingabókin hentar vel sem almenn þrautabók fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Bókin kemur í fallegri útgáfu með kili.

Getur verið hentugt að brjóta upp t.a.m. stærðfræðitíma með slíkum þrautum, sem auk þess að vera skemmtilegar bjóða upp á öðruvísi þrautir en er að finna í hefðbundnum kennslubókum og gefa kost á annars konar nálgun. Þá eru þrautirnar í bókunum misþungar þannig að allir geta fundið þrautir við hæfi. 

Út hafa komið tvær bækur í þessum flokki, Snillingabók 1 og 2, og við höfum hér sameinað valdar þrautir úr þeim í eina stóra bók. Bækurnar eru tilvaldar sem hvers kyns afþreyingar- eða uppfyllingarefni.

990 kr.

Bókin Sögur af Alla Nalla eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur kom fyrst út árið 1965 hjá Ísafoldarprentsmiðju. Var hún önnur barnabók Vilborgar, en áður hafði hún sent frá sér söguna Alli Nalli og tunglið árið 1959. 

Bókin er með stóru og skýru letri og í alla staði mjög vönduð.

Bókinni fylgir vönduð og skemmtileg vinnubók sem unnin er með hliðsjón af Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 2. og 3. bekk. Hægt er að nálgast vinnbókina hér.

490 kr.

Sómi sjóræningi er fyrsta bókin í bókaröð eftir Berglindi Guðmundsdóttur, en hún er einnig höfundur hinna vinsælu Léttlestrarbóka sem nálgast má á Skólavefnum. 

Bækurnar í þessari bókaröð eru öðruvísi en hefðbundnar slíkar bækur eru, því auk lestextanna innihalda þær laufléttar og skemmtilegar þrautir.

Ef bókin er keypt í pakka ásamt með Sæla sjóræningja, Kasper og Jesper og Stínu og Ástu, kostar hún einungis 200 krónur, en pakkinn allur kostar einungis 800 krónur.

390 kr.

Stafir og orð er nýtt efni úr smiðju okkar á Skólavefnum og samanstendur af fjórum kennslubókum sem við köllum lestrarvinnubækur og hafa að geyma stafainnlagnir og grunnæfingar í lestri og skrift Þar eru allir stafir stafrófsins kynntir og unnið með þá á skipulegan og markvissan hátt.

Efnið telur í allt yfir 200 blaðsíður og eru átta stafir teknir fyrir í hverri bók nema þeirri síðustu en þar eru þeir tólf. Má nota þær bæði sem viðbótarefni með öðru námsefni eða sem lykilefni.

Hér er hægt að skoða bækurnar í flettibókaformi.

Hver bók kostar hjá okkur 790 kr. Allt settið er á 3000 kr.

790 kr.

Stafir og orð er nýtt efni úr smiðju okkar á Skólavefnum og samanstendur af fjórum kennslubókum sem við köllum lestrarvinnubækur og hafa að geyma stafainnlagnir og grunnæfingar í lestri og skrift Þar eru allir stafir stafrófsins kynntir og unnið með þá á skipulegan og markvissan hátt.

Efnið telur í allt yfir 200 blaðsíður og eru átta stafir teknir fyrir í hverri bók nema þeirri síðustu en þar eru þeir tólf. Má nota þær bæði sem viðbótarefni með öðru námsefni eða sem lykilefni.

Hér er hægt að skoða bækurnar í flettibókaformi.

Hver bók kostar hjá okkur 790 kr. Allt settið er á 3000 kr.

790 kr.

Stafir og orð er nýtt efni úr smiðju okkar á Skólavefnum og samanstendur af fjórum kennslubókum sem við köllum lestrarvinnubækur og hafa að geyma stafainnlagnir og grunnæfingar í lestri og skrift Þar eru allir stafir stafrófsins kynntir og unnið með þá á skipulegan og markvissan hátt.

Efnið telur í allt yfir 200 blaðsíður og eru átta stafir teknir fyrir í hverri bók nema þeirri síðustu en þar eru þeir tólf. Má nota þær bæði sem viðbótarefni með öðru námsefni eða sem lykilefni.

Hér er hægt að skoða bækurnar í flettibókaformi.

Hver bók kostar hjá okkur 790 kr. Allt settið er á 3000 kr.

790 kr.

Stafir og orð er nýtt efni úr smiðju okkar á Skólavefnum og samanstendur af fjórum kennslubókum sem við köllum lestrarvinnubækur og hafa að geyma stafainnlagnir og grunnæfingar í lestri og skrift Þar eru allir stafir stafrófsins kynntir og unnið með þá á skipulegan og markvissan hátt.

Efnið telur í allt yfir 200 blaðsíður og eru átta stafir teknir fyrir í hverri bók nema þeirri síðustu en þar eru þeir tólf. Má nota þær bæði sem viðbótarefni með öðru námsefni eða sem lykilefni.

Hér er hægt að skoða bækurnar í flettibókaformi.

Hver bók kostar hjá okkur 790 kr. Allt settið er á 3000 kr.

790 kr.

Bókin um Stínu og Ástu er skemmtileg léttlestrarbók eftir Berglindi Guðmundsdóttur. Hún er af sama meiði og bækurnar um sjóræningjana Sóma og Sæla sem áður hafa komið út hjá Skólavefnum. Í bókinni um Stínu og Ástu er unnið með samhljóðasambandið st.

Bókin telur 36 blaðsíður og afar fallega myndskreytt. Eins og í öðrum léttlestrarbókum okkar er að finna einföld og skemmtileg verkefni í bókinni sem nemendur geta unnið í bókina sjálfa eða í stílabók.

Ef bókin er keypt í pakka ásamt með Sóma sjóræningja, Sæla sjóræningja og Kasper og Jesper, kostar hún einungis 200 krónur, en pakkinn allur kostar einungis 800 krónur.

390 kr.

Bókin Stærðfræðiþrautir er úr smiðju þeirra hjá Óðinsauga. Hún hefur að geyma skemmtilegar þrautir til að dýpka skilning barna í stærðfræði.

Bókin er fallega myndskreytt sem hjálpar nemendum að skilja þrautirnar betur.

Bókin kostar 1499 krónur.

Ef keypt er bekkjarsett, þ.e. tíu eintök eða fleiri fæst bókin á 999 krónur.

1 499 kr.

Sæli sjóræningi er önnur bókin í röð léttlestrarbóka eftir Berglindi Guðmundsdóttur sem Skólavefurinn gefur út. Bækurnar eru mjög vandaðar og frábær viðbót í flóru bóka fyrir yngstu nemendurna. Sæli sjóræningi er fallega myndskreytt saga sem er í senn skemmtileg og þroskandi því í bókinni er fjöldi þrauta og leikja.

Ef bókin er keypt í pakka ásamt með Sóma sjóræningja, og Kasper og Jesper og Stína og Ásta kostar hún einungis 200 krónur, en pakkinn allur kostar einungis 800 krónur.

390 kr.

Tölur og talning er vönduð bókaröð í stærðfræði fyrir þá allra yngstu (1. bekk). Um er að ræða bækur með skemmtilegum verkefnum sem hjálpa byrjendum að læra á og vinna með tölurnar. Efnið er að mestu byggt á bókinni Numbers and Counting – First Steps sem gefin var út hjá bókaforlaginu Domino Books og hefur verið notað víða með góðum árangri. Efnið í bókunum fjórum er afar myndrænt og þjálfar nemendur í að læra að skrifa, vinna með og leika sér með tölurnar 1-10 á skemmtilegan og árangursríkan hátt.

Bókin er 40 blaðsíður að lengd

990 kr.

Tölur og talning er vönduð bókaröð í stærðfræði fyrir þá allra yngstu (1. bekk). Um er að ræða bækur með skemmtilegum verkefnum sem hjálpa byrjendum að læra á og vinna með tölurnar. Efnið er að mestu byggt á bókinni Numbers and Counting – First Steps sem gefin var út hjá bókaforlaginu Domino Books og hefur verið notað víða með góðum árangri. Efnið í bókunum fjórum er afar myndrænt og þjálfar nemendur í að læra að skrifa, vinna með og leika sér með tölurnar 1-10 á skemmtilegan og árangursríkan hátt. 

Bókin er 40 blaðsíður að lengd

990 kr.

Tölur og talning er vönduð bókaröð í stærðfræði fyrir þá allra yngstu (1. bekk). Um er að ræða bækur með skemmtilegum verkefnum sem hjálpa byrjendum að læra á og vinna með tölurnar. Efnið er að mestu byggt á bókinni Numbers and Counting – First Steps sem gefin var út hjá bókaforlaginu Domino Books og hefur verið notað víða með góðum árangri. Efnið í bókunum fjórum er afar myndrænt og þjálfar nemendur í að læra að skrifa, vinna með og leika sér með tölurnar 1-10 á skemmtilegan og árangursríkan hátt. 

Bókin er 40 blaðsíður að lengd

990 kr.

Tölur og talning er vönduð bókaröð í stærðfræði fyrir þá allra yngstu (1. bekk). Um er að ræða bækur með skemmtilegum verkefnum sem hjálpa byrjendum að læra á og vinna með tölurnar. Efnið er að mestu byggt á bókinni Numbers and Counting – First Steps sem gefin var út hjá bókaforlaginu Domino Books og hefur verið notað víða með góðum árangri. Efnið í bókunum fjórum er afar myndrænt og þjálfar nemendur í að læra að skrifa, vinna með og leika sér með tölurnar 1-10 á skemmtilegan og árangursríkan hátt. 

Bókin er 40 blaðsíður að lengd

990 kr.

Bókin Tölur og tengingar 1 er ætluð 2. bekk og tekur við af bókaröðinni Tölur og Talning sem hefur verið afar vinsæl hjá kennurum. Hér er unnið með hærri gildi talna og kynntar til sögunnar flóknari reikniaðgerðir eins og deiling, margföldun og rúmfræði. 

990 kr.

Tungufoss er vandað heildstætt námsefni í íslensku fyrir 8.-10. bekk. Við höfum valið að kalla lesbækurnar einfaldlega Tungufoss 1, Tungufoss 2 og Tungufoss 3, og er ein lesbók ætluð hverjum árgangi.

Höfundar efnisins eru Baldur Hafstað og Ingólfur B. Kristjánsson.

Hægt er að nálgast fjölbreytt stuðningsefni á vef með bókunum hér.

Tilboðsverð: 

 

1 118 kr.

Tungufoss er vandað heildstætt námsefni í íslensku fyrir 8.-10. bekk. Við höfum valið að kalla lesbækurnar einfaldlega Tungufoss 1Tungufoss 2 og Tungufoss 3, og er ein lesbók ætluð hverjum árgangi.

Höfundar efnisins eru Baldur Hafstað og Ingólfur B. Kristjánsson.

Hægt er að nálgast fjölbreytt stuðningsefni á vef með bókunum hér. 

Tilboðsverð: 

1 118 kr.

Tungufoss er vandað heildstætt námsefni í íslensku fyrir 8.-10. bekk. Við höfum valið að kalla lesbækurnar einfaldlega Tungufoss 1Tungufoss 2 og Tungufoss 3, og er ein lesbók ætluð hverjum árgangi.

Höfundar efnisins eru Baldur Hafstað og Ingólfur B. Kristjánsson.

Hægt er að nálgast fjölbreytt stuðningsefni á vef með bókunum hér. 

Tilboðsverð: 

1 118 kr.

Hugsað fyrir 8. bekk og er samtals 167 bls. Hér er áhersla lögð á þjálfun í málfræði, stafsetningu og málnotkun. Tungutak er á lausum blöðum, götuðum fyrir möppur. Þar er farið yfir öll málfræði- og stafsetningaratriði sem þessum aldurshópum er ætlað að kunna skil á. Auk þess er í Tungutaki fjölbreytilegt efni tengt málfari, stíl, brag og ritun. Framsetningin er á margan hátt nýstárleg og hvetjandi.

Hægt er að nálgast fjölbreytt stuðningsefni með bókunum hér.

1 790 kr.

Hugsað fyrir 9. bekk og er samtals 174 bls. Hér er áhersla lögð á þjálfun í málfræði, stafsetningu og málnotkun. Tungutak er á lausum blöðum, götuðum fyrir möppur.  Þar er farið yfir öll málfræði- og stafsetningaratriði sem þessum aldurshópum er ætlað að kunna skil á. Auk þess er í Tungutaki fjölbreytilegt efni tengt málfari, stíl, brag og ritun. Framsetningin er á margan hátt nýstárleg og hvetjandi. 

Hægt er að nálgast fjölbreytt stuðningsefni með bókunum hér.

1 790 kr.

Hugsað fyrir 10. bekk og er samtals 180 bls. Hér er áhersla lögð á þjálfun í málfræði, stafsetningu og málnotkun. Tungutak er á lausum blöðum, götuðum fyrir möppur.  Þar er farið yfir öll málfræði- og stafsetningaratriði sem þessum aldurshópum er ætlað að kunna skil á. Auk þess er í Tungutaki fjölbreytilegt efni tengt málfari, stíl, brag og ritun. Framsetningin er á margan hátt nýstárleg og hvetjandi. 

Hægt er að nálgast fjölbreytt stuðningsefni með bókunum hér.

1 790 kr.

Vanda málið samanstendur af tveimur lesbókum og tveimur vinnubókum fyrir hvern árgang á miðstigi (5., 6. og 7. bekk). Samtals eru því bækurnar því 4  fyrir hvern árgang og 12 í allt. Bækurnar eru unnar út frá markmiðum Aðalnámskrár fyrir miðstigið og duga til alls íslenskunáms samkvæmt námskrá skólaárið á enda.

Höfundar eru Baldur Hafstað, Ingólfur Kristjánsson, Þórður Helgason og Sigurður Konráðsson.

Bókunum fylgir mikið aukaefni á vefnum: aukaverkefni (þyngri og léttari), upplestur, gagnvirkar æfingar, hugtakabankar, kennarabækur, lausnir, námsmat o.fl. 

H. C. Andersen þekkja flestir. Sögur hans hafa fylgt börnum til fullorðinsára um langan aldur og munu gera um ókomna framtíð. Eru þær bæði skemmtilegar, þroskandi og kenna oft á tíðum góða siði og breytni. 

Í þessari kennslubók eru fjórar sögur úr smiðju Andersens og byggir textinn á þýðingum Steingríms Thorsteinssonar. Sögurnar sem um ræðir eru: Eldfærin, Prinsessan á bauninni, Tindátinn staðfasti og Ljóti andarunginn. Hverri sögu fylgja góð verkefni sem taka mið af markmiðum aðalnámskrár í íslensku fyrir 4.–6. bekk. Byggja verkefnin á efni sagnanna og þjálfa því lesskilning, en einnig eru æfingar í almennri málfræði, ritun, orðaforða o.m.fl.

Tilboðsverð:

490 kr.

Við á Skólavefnum kynnum með stolti þrjár kennslubækur um íslenskar þjóðsögur eftir Baldur Hafstað, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, sem hugsaðar eru fyrir efsta stig grunnskólans. Nefnast þær:

„Baulaðu nú..."  (8. bekkur)
„Ég átti að verða prestskona"  (9. bekkur)
„Þá hló marbendill"  (10. bekkur)

Bækurnar eru að sjálfsögðu unnar í samræmi við þau markmið sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um fyrir umrædda aldurshópa í íslensku en bekkjartalið er þó einungis leiðbeinandi. 

Bækurnar samanstanda af völdum þjóðsögum sem Baldur hefur valið af kostgæfni og með hliðsjón af viðkomandi aldurshópi. Hverri sögu fylgir stutt umsögn þar sem farið er yfir sérkenni hennar og annað sem höfundur leggur áherslu á hverju sinni. Þá fylgja hverri sögu orðskýringar og greinagóð verkefni þar sem tekin eru fyrir eftirfarandi atriði: stílfræðileg atriði, umræður, munnlegur flutningur, efnisspurningar og hugleiðingar. 

Hér er á ferðinni bæði vandað og skemmtilegt námsefni sem kennarar mega ekki láta framhjá sér fara, enda nauðsynlegt að börn kynnist þessum sagnasjóði fortíðarinnar á aðgengilegan og fræðandi hátt. Höfum við lagt allt kapp á að gera þessar bækur vel úr garði bæði hvað varðar uppsetningu, myndskreytingar og allan almennan frágang. 

Stuðningssíða á vefnum okkar fylgir þessum bókum, þar sem m.a. er hægt að hlusta á sögurnar upplesnar.

Tilboð: Hægt er að fá allar bækurnar í einum pakka fyrir 499 krónur.

499 kr.