Miðstig
Robinson Crusoe
Sagan Róbinson Krúsó kom fyrst út árið 1719 og hét þá ,,Life and strange surprising adventures of Robinson Crusoe". Hún varð strax mjög vinsæl og enn þann dag í dag yljar hún lesendum út um allan heim, enda sagan verið þýdd á ótal tungumál. Höfundur sögunnar Daniel Defoe fæddist árið 1660 á Englandi og starfaði fyrst og fremst sem rithöfundur og blaðamaður. Hann samdi ótal skáldverk, en frægust þeirra eru sagan af Róbinson Krúsó og sagan Moll Flanders sem kom út árið 1722. Talið er að Defoe hafi haft mikil áhrif á þróun ensku skáldsögunnar og margir telja hann fyrsta eiginlega skáldsagnahöfundinn. Hér er efnið byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.
Miðstig
The Story of the Romans
Umgjörðin utan um efnið er sagnfræðileg, en það er sagan The Story of the Romans eftir H. A. Guerber, þannig að hér sameinum við nám í ensku við nám í sögu. Efnið er fyrst og fremst hugsað fyrir 5.-7. bekk, en getur nýst vel eldri bekkjum allt eftir því hvar menn eru staddir. Það er Mjöll Sigurðardóttir sem hefur haft veg og vanda af þessu efni og lagt sérstaka áherslu á að hafa það einfalt og aðgengilegt og skemmtilegt fyrir augað. Útprentanlega efnið er skemmtilega myndskreytt með vel uppsettum verkefnum. Vefútgáfunni fylgja gagnvirkar æfingar, orðskýringar og þar er einnig hægt að hlusta á kaflana upplesna.
Miðstig
The Captive
Sagan The Captive er fyrst og fremst hugsuð sem þjálfunarefni í lesskilningi í ensku, auk þess sem þar er unnið með ritun, orðaforða og valin málfræðiatriði. Má með nokkrum sanni segja að hér sé unnið með enskuna á nokkuð heildrænan hátt. Þrátt fyrir að textinn sé nokkuð gamall er enskan í honum nokkuð skýr og góð. Við þurftum þó að láta lagfæra hann á stöku stað, en þó ekki svo mikið að það kæmi niður á andanum í sögunni. Eins og alltaf bjóðum við bæði upp á hefðbundna prentútgáfu annars vegar og vefútgáfu hins vegar.
Eins og með margt efni af þessari tegund er erfitt að eyrnamerkja það ákveðnum árgangi og veltur það fyrst og fremst á því hvar viðkomandi nemendur eru staddir og hvenær þeir hófu almennt enskunám.
Miðstig
The Wonderful Artisan
The Wonderful Artisan eftir James Baldwin - saga í þremur hlutum.