Öll börn hafa gaman að sögum og hér á þessari síðu getið þið nálgast alveg gríðarlega mikið safn af sögum fyrir börn á öllum aldri. Eru sögurnar mjög fjölbreyttar og ætti hver og einn að geta fundið nóg af sögum við sitt hæfi. Þá fylgja sögunum verkefni bæði í formi hugleiðinga sem ýta undir umræður og almennra spurninga. Eru verkefnin mismunandi eftir sögum. Þá eru sögurnar miserfiðar eins og gengur og mislangar. Við bjóðum t.a.m. upp á sögur í nokkrum köflum, sbr. Sögur af Alla Nalla og Sagan Labba pabbakút, en flestar eru þó í einu skjali. Nýjar sögur bætast við reglulega.
Saga eftir Jóhann Magnús Bjarnason. (Það er rétt að nefna að upprunalegt nafn sögunnar var Auðkýfingurinn og auminginn, en okkur þótti ástæða til að breyta því.)
Sögurnar af bræðrunum frá Bakka, þeim Gísla, Eiríki og Helga, hafa skemmt ungum sem öldnum um langan aldur. Við bjóðum hér upp á sögurnar af Bakkabræðrum bæði í vefútgáfu og til útprentunar með verkefnum.
Þessi saga býr yfir ákveðnum boðskap; boðskap sem alltaf á jafn vel við og kannski ekki síst í dag þegar heiðarleiki er nánast eingöngu metinn út frá þurrum lagabókstaf. Það, hvað má gera og hvað ekki, er orðið tilefni til deilna og hugtök eins og heiðarleiki hafa orðið svo óljósa merkingu að engin leið er að festa hönd á það. Eins og alltaf getið þið prentað söguna út með góðum verkefnum eða skoðað í vefútgáfu (jafnvel með skjávarpa). Hentar vel fyrir eina kennslustund.
Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.
Úr Íslandssögunni - Um fyrstu ferðir norrænna manna til Íslands. (Naddoddur, Garðar Svavarsson.)
Úr Íslandssögunni - Um fyrstu ferðir norrænna manna til Íslands. (Hrafna-Flóki.)
Saga um gamla konu sem ákveður að kaupa sér grís en á erfitt með að koma honum heim af markaðnum.
Saga eftir ókunnan höfund
Skemmtileg dæmisaga um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir úlfúð og illindi með því að fara skynsamlega að ráði sínu.
Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.
Sagan segir frá hundi sem eignast stórt og safaríkt bein. Vinir hans eru svangir og vilja gjarnan fá bita. En hundurinn stóri vill ekki deila beininu sínu með neinum. En það kemur í ljós að græðgin getur farið illa með menn, og hunda.
Hér segir frá fyrsta landnámsmanni Íslands. Útprentanleg útgáfa telur 2 bls.
Sagan segir frá kalífanum Al-Mansúr (712-775) sem var annar kalífinn í röðum Abbasída og er talinn vera sá sem festi það embætti í sessi. Faðir hans var barnabarnabarn frænda Múhameðs spámanns, Abbas. Al Mansúr jók veldi Abbasída til muna er hann var á veldisstóli. Naut hann þar stuðnings persneskra hermanna. Hann gerði Bagdad að höfuðborg sinni.
Saga eftir óþekktan höfund. Hér segir frá atviki í æsku þekkts fransks tónskálds.
Saga af Haroun-al-Raschid sem var kalífi Abbasída á árunum 765–809. Segir töluvert af honum í „Þúsund og ein nótt.“
Saga eftir óþekktan höfund. Hér segir frá stelpu sem nennir engu nema að leika sér. Hún vill ekki hjálpa mömmu sinni en þegar hún fer að leika sér í skóginum kemst hún að því að lífið er ekki einn stór leikur.
Saga eftir Pál Guðbrandsson. Hér segir frá Loga sem fer á sumrin til afa síns og heyrir þar sögur af víkingnum Steingrími járnfæti. Loga fátt skemmtilegra en að hlusta á sögur afa síns af víkingnum ógurlega og að leika sér með hundinum Káti.
Maríubarnið eftir Jónas Hallgrímsson. Sagan er annars vegar til útprentunar með verkefnum og hins vegar í vefútgáfu með gagnvirkum orðskýringum og spurningum.
Hið sígilda ævintýri um Mjallhvíti er hér í þýðingu Magnúsar Grímssonar frá 1852 en fært til nútímaritháttar þegar það á við.
Sagan af Labba pabbakút eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur er afar skemmtileg saga og hér er búið að útbúa hana sem heildstætt námsefni í íslensku fyrir yngri nemendur. Efnið samanstendur af 7 köflum og skiptist í leshefti og vinnubók. Þá er einnig hægt að prenta út staka kafla. Útprentanlegri útgáfu fylgja verkefni og svör. Vefútgáfu fylgja gagnvirkar æfingar og leikir. Einnig er hægt að hlusta á söguna upplesna.
Saga um George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Útprentanleg útgáfa telur 3 bls. með verkefnum.
Skemmtileg dæmisaga um sjö bræður og vitran föður þeirra. (Útprentanleg útgáfa telur 1 bls.)
Ævintýri eftir Jónas Hallgrímsson. Útprentanleg útgáfa telur 3 blaðsíður með verkefnum.
Hér er á ferðinni vandað heildstætt námsefni sem byggir á hinni stórskemmtilegu sögu Vilborgar Dagbjartsdóttur, Sögur af Alla Nalla. Efnið samanstendur af 13 köflum sem bæði er hægt að nálgast í útprentanlegri útgáfu og í vefútgáfu. Útprentanlegri útgáfu fylgja verkefni og svör. Vefútgáfu fylgja gagnvirkar æfingar og leikir. Einnig er hægt að hlusta á söguna upplesna.
Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.
Hér segir frá þrælnum Esóp sem hinar þekktu dæmisögur eru kenndar við og í lokin fáum við svo eina stutta sögu. Útprentanleg útgáfa telur 2 bls.
Einstaklega skemmtileg íslensk þjóðsaga sem segir frá því hverju hægt er að fá áorkað með samstilltu átaki.
Ævintýri eftir H.C. Andersen. Byggt á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en fært í nútímalegri búning á stöku stað. Verkefnin eru unnin með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskóla fyrir 5. bekk í íslensku.