Hér er að finna fjölda Íslendingasagna og Íslendingaþátta. Sögunum fylgja góð verkefni, upplestur, orðskýringar og ýmiss konar ítarefni.
Efsta stig
Egils saga Skallagrímssonar
Efsta stig
Kjalnesinga saga
Efsta stig
Laxdæla saga
Efsta stig
Hrafnkels saga Freysgoða
Hrafnkels saga Freysgoða er Íslendingasaga og jafnframt frægust allra Austfirðinga sagna. Hefur hún löngum verið mönnum hugleikin, sem m. a. má sjá af því að um enga aðra Íslendingasögu hefur verið skrifað meira nema ef væri Njála. Þrátt fyrir að hún sé heldur knöpp í samanburði við margar aðrar Íslendingasögur skipa listræn efnistök og bygging henni á bekk með þeim bestu.
Efsta stig
Gísla saga Súrssonar
Gísla saga Súrssonar hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum og Gísli sjálfur ein ástsælasta hetjan sem þær hafa vakið til lífsins. Hefur sagan enda verið kennd í skólum landsins um áraraðir. Eins og með svo margar Íslendingasögur eru skilin á milli skáldsögunnar og raunverulegra atburða víða óglögg. Við vitum jú að flestar aðalpersónur sögunnar voru til og að ákveðinn kjarni atburðarásarinnar er sannur, en við gerum okkur líka fulla grein fyrir því að höfundur sögunnar, hver svo sem hann er, tekur sér listrænt skáldaleyfi þegar sagan kallar á það. Í raun má sannleiksgildið einu gilda, því höfundi tekst að glæða persónurnar þvílíku lífi að þær standa manni jafnvel enn nær en raunverulegt fólk. Nægir þar að nefna Auði konu Gísla, Þorkel bróður hans, Þorgrím goða og fleiri.
Efsta stig
Gunnlaugs saga ormstungu
Efsta stig
Brennu-Njáls saga
Brennu-Njáls saga, eða Njála eins og hún er kölluð, þarfnast engrar kynningar við. Flestir Íslendingar vita af henni og hvaða sess hún hefur í bókmenntum vorum. Sagan hefur að geyma margar af helstu hetjum fortíðarinnar, fólk eins og þau Njál og Bergþóru, Gunnar og Hallgerði langbrók, Kára Sölmundarson og hinn stórbrotna Skarphéðin Njálsson. Þá má ekki gleyma einum helsta skúrki íslenskra bókmennta, Merði Valgarðssyni.
Efsta stig
Króka-Refs saga
Króka-Refs saga hefur notið vinsælda á fyrri tíð eins og m.a. sést af því að út frá henni hafa verið ortar a.m.k. þrennar rímur. Eitt rímnaskáldanna er sjálft passíusálmaskáldið, Hallgrímur Pétursson. Vinsældir sögunnar má rekja til þess að hún er vel og skipulega sögð, hún er spennandi og viðburðarík, og hetjan er heilsteypt og afar snjöll og úrræðagóð. Sagan er listavel skrifuð. Gamansemi og skopskyn birtist víða. Það er því létt yfir frásögninni og jafnframt má draga af henni lærdóm, m.a. um mannlega kosti og bresti. Hún mun vafalaust höfða til skólafólks á unglinga- eða framhaldsskólastigi. Allmargar útgáfur eru til af Króka-Refs sögu. Hér er textinn færður til nútímastafsetningar en ýmsar gamlar beygingarmyndir orða fá þó að halda sér.