Í grunninn er um að ræða sögu í tólf köflum sem unnin er úr íslensku goðafræðinni og segir frá því þegar guðirnir, Óðinn, Þór og félagar ákváðu að leggja land undir fót og skoða sig um í heiminum. Á vefsíðunni er boðið upp á upphleyptar orðskýringar og gagnvirkar æfingar. Þeir sem eiga erfitt með að lesa textann í hefðbundinni stærð geta einnig stækkað letrið að þörfum. Þá er eins og venjulega hægt að prenta kaflann út með góðum verkefnum.