Eins og titillinn gefur til kynna er hér um að ræða heildstæða vefi í bókmenntum og lestri fyrir alla aldurshópa.
Yngsta stig
Íslensk ævintýri
Flest ef ekki öll lönd eiga sín ævintýri, en það er með ævintýrin eins og með þjóðsögurnar að enginn veit hver hefur samið þau eða hver uppruni þeirra er. Vitað er að þau eru mjög gömul og ná allt aftur til Egyptalands til forna. Megintilgangur þeirra virðist hafa verið að skemmta fólki, en stundum geyma þau ákveðinn boðskap og jafnvel er hægt að draga af þeim einhvern lærdóm. Það fer t. a. m. ekki framhjá neinum hverjir eru góðir og hverjir vondir í þeim. Þó svo að flestar þjóðir búi að sínum eigin ævintýrum búa þau yfir miklu flökkueðli og eru mörg þeirra í grunninn til í mörgum löndum þó þau séu venjulega frábrugðin að einhverju leyti. Það getur því verið erfitt að heimfæra ákveðin ævintýri upp á lönd, nema einstakar útgáfur. Hér höfum við safnað saman nokkrum ævintýrum sem gengið hafa frá kynslóð til kynslóðar á Íslandi og eru því íslensk að því leyti að þau hafa átt hér heima um langan aldur. Fylgja góð verkefni hluta af sögunum, en með öðrum er mælt með að notuð sé almenn verkefnalýsing. Einnig bjóðum við upp á stutta umfjöllun um ævintýri og stutta almenna verkefnalýsingu sem hægt er að heimfæra á öll ævintýri. Góða skemmtun!
Yngsta stig
Léttlestrarbækur Skólavefsins
Fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa bjóðum við upp á skemmtilegar og stigskiptar þjálfunarbækur í lestri sem unnar eru af Berglindi Guðmundsdóttur. Er hér um mjög vandaðar bækur að ræða sem notaðar hafa verið í kennslu með góðum árangri. Hægt er að nálgast þessar bækur til að prenta þær út og einnig í aðgengilegri flettibókaútfærslu á vef þar sem hægt er að hlusta á upplestur á þeim. Eins og áður sagði henta bækurnar vel byrjendum í lestri og þeim sem þurfa mikla æfingu við að tengja saman málhljóð og bókstaf.
Yngsta stig
Stafasögur eftir Hildi Guðmundsdóttur
Skemmtilegar stafasögur til að nota við lestrarkennslu, gagnvirkar og til útprentunar.
Ítarlegar kennsluleiðbeiningar eftir höfund fylgja.
Miðstig
Vanda málið: Heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig
Vanda málið er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Það að efnið sé heildstætt þýðir að hér er tekið á öllu sem tengist íslenskunáminu á einum stað. Ekki þarf sérstaka bók fyrir málfræði, stafsetningu eða bókmenntir og ljóð. Kennsluefnið myndar eina heild fyrir miðstigið og skapar samfellu í náminu sem er til mikilla bóta fyrir nemendur, kennara og foreldra. Nú hafa um 70 prósent allra skóla keypt Vanda málið. Þetta vandaða efni er unnið eftir kröfum Aðalnámsskrár grunnskólanna og tekur á öllu þáttum sem þar er getið. Rétt er að geta þess að efnið þykir nokkuð krefjandi en flestir eru einmitt á því að það sé einmitt styrkur þess. Námsefni þetta var rúm tvö ár í þróun og var það m.a. tilraunakennt í þremur stórum grunnskólum. Þannig var reynt að tryggja að efnið hentaði sem best þörfum og kröfum bæði nemenda og kennara.
Miðstig
Bragur.is
Bragur.is - Vefur um bragfræði fyrir ljóðelska.
Við bjóðum nú upp á skemmtilega nýjung, glænýja síðu þar sem áherslan er á bragfræði. Þessi síða er fyrst og fremst hugsuð fyrir alla þá sem hafa áhuga á bragfræði og vilja læra grunnatriðin í því hvernig á að yrkja rímur. Vefurinn samanstendur af stuttri kennslubók sem hægt er að skoða á vef eða prenta út, auk verkefna. Rúsínan í pylsuendanum er svo hið svokallaða Fyrirspurnahorn, en þar getið þið sent inn spurningar um allt sem þið viljið vita varðandi bragfræði. Síðast en ekki síst getið þið sent inn ykkar eigin tilraunir til að yrkja og fengið viðbrögð við þeim frá fagmanni, en umsjónarmaður og höfundur þessarar síðu er einmitt Ragnar Ingi Aðalsteinsson, en hann lauk doktorsprófi nýlega sem ber heitið Tólf alda tryggð þar sem hann rannsakaði þróun stuðlasetningar frá elsta þekktum norrænum kveðskap fram til nútímans. Hvetjum við alla og þess vegna heilu bekkina til að senda inn vísur. Öllum fyrirspurnum verður svarað.
Miðstig
Lestrarbók Skólavefsins
Stigskiptir lestextar um allt milli himins og jarðar. Hægt er að nálgast textana til útprentunar með verkefnum og í vefútgáfu með upplestri og gagnvirkum æfingum.