Allrahanda | Skólavefurinn

Allrahanda

Námsefni

Ritum rétt er forrit í stafsetningu sem er einkum hugsað fyrir yngstu krakkana. Nemendur fá orðalista sem tengjast ákveðnum stöfum og eiga síðan að skrifa eða draga orðin í reit útfrá mynd sem birtist á skjánum. Þetta forrit sameinar í raun almenna lestrarkennslu og stafsetningu.

Fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa bjóðum við upp á skemmtilegar og stigskiptar þjálfunarbækur í lestri sem unnar eru af Berglindi Guðmundsdóttur. Er hér um mjög vandaðar bækur að ræða sem notaðar hafa verið í kennslu með góðum árangri. Hægt er að nálgast þessar bækur til að prenta þær út og einnig í aðgengilegri flettibókaútfærslu á vef þar sem hægt er að hlusta á upplestur á þeim. Eins og áður sagði henta bækurnar vel byrjendum í lestri og þeim sem þurfa mikla æfingu við að tengja saman málhljóð og bókstaf.

Skemmtilegar stafasögur til að nota við lestrarkennslu, gagnvirkar og til útprentunar.
Ítarlegar kennsluleiðbeiningar eftir höfund fylgja.

Hvar í ósköpunum hefur litla músin falið sig? Krakkarnir eiga að lyfta hlutunum í herberginu til þess að finna músina. Einfaldur og góður leikur fyrir þá sem eru að uppgötva tölvur.

Skemmtilegur leikur, sem þjálfar nemendur að telja og að leggja einn við og draga einn frá.

Í þessum leik á að telja epli og velja viðeigandi tölustaf. Fyrir hvert rétt svar er gefin stjarna, en stjarna dregst frá ef svarið er rangt. Þegar nemandi hefur safnað 10 stjörnum hefur hann lokið leiknum. Hægt er að fara aftur og aftur í leikinn, þar sem fjöldi eplanna er handahófskenndur frá 1 upp í 10. Leikurinn hentar vel þeim sem eru að læra að telja.

Skemmtilegur gagnvirkur stærðfræðileikur fyrir yngstu krakkana þar sem þeir eiga að hjálpa froskinum ofan í tjörnina sína með því að reikna dæmi.

Undir þennan lið höfum við fellt alla staka námsleiki og stakar vefsíður sem ekki eru til margar útfærslur á.  Þarna ægir saman leikjum sem þjálfa lestur og lesskilning, talnaskilning, stærðfræði, stafsetningu og margt fleira. Eru nú þegar komnir um og yfir þrjátíu leikir.