Fjármálaskólinn | Skólavefurinn

Fjármálaskólinn

Fjármálaskólinn er fyrir fyrir alla, en sérstaklega ungt fólk á gagnfræða- og framhalds-skólaaldri sem vill læra um verðmæti, peninga og fjármál. Á þessum aldri byrja flestir að stunda bankaviðskipti, eignast debetkort og hefja eigin sparnað. Margir byrja að vinna í fyrsta sinn og þá er gott að kunna að lesa í launaseðilinn og þekkja réttindi sín. Einnig er gott að gera sér snemma grein fyrir því hvað hlutirnir kosta og hvernig hagkerfið virkar. Fjármálaskólinn er afrakstur tveggja ára þróunarvinnu innan Skólavefsins og er ætlað að koma til móts við óskir kennara og foreldra um einfalda fjármálakennslu á mannamáli.

  • Við berum virðingu fyrir börnum og ungu fólki. 
  • Við viljum bjóða upp á efni sem er óháð fjármagni frá auglýsendum og áhrifum sérhagsmunahópa.
  • Við viljum búa til vandað efni.
  • Við gerum hlutina ódýrt og bruðlum ekki. Við notum ódýrar og einfaldar framleiðsluaðferðir og erum opin fyrir tækninýjungum.
  • Við erum opin fyrir samstarfi og bjóðum alla sem vilja vinna með okkur velkomna.
  • Við erum jákvæð og bjartsýn fyrir því að íslensk ungmenni, foreldrar þeirra og samfélag vilji fræðast um fjármál, og nálgast þau á ábyrgan hátt.

Á bakvið Fjármálaskólann standa Skólavefurinn og Daði Rafnsson.

 

Image

Tengill

Námsgreinar