Hlývindi | skolavefurinn.is

Hlývindi

Ljóð og laust mál eftir Stephan G. Stephansson
Verð:990 ISK

Bókin Hlývindi hefur að geyma ljóð og laust mál eftir Stephan G. Stephansson. Baldur Hafstað, íslenskuprófessor við Menntavísindasvið HÍ, hefur haft veg og vanda af gerð þessarar bókar og hefur jafnframt skrifað frábærar skýringar með efninu til að auðvelda okkur að nálgast verk Stephans á skilmerkilegan hátt.

Stephan G. er og verður einn mesti hugsuður sem þjóð okkar hefur alið. Hann var maður margra heima; ólst upp í afdölum norðanlands og fluttist til vesturheims í leit að betra lífi sér og sínum til handa. Hann var óhræddur við að segja skoðun sína á málefnum líðandi stundar og gerði það oftast þannig að skoðanirnar lifðu málefnin. Eiga orð hans jafn mikið erindi til okkar í dag eins og þau áttu þá. Það hefur lengi skort að hægt væri að nálgast prósatexta Stephans í hentugri útgáfu, en nú höfum við ráðið bót á því. Hverju ljóði og lausamálstexta fylgir inngangur þar sem Baldur fjallar um viðkomandi texta og gerir það á svo ljósan hátt að textinn hreinlega lifnar við.

Hugmyndir Stephans G. eiga mikið erindi til námsmanna og því hefur Baldur útbúið vinnuhefti (kennsluleiðbeiningar) með völdum köflum í bókinni, ætlað efstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólanemum. Getur því verið hentugt fyrir skóla að verða sér úti um bekkjarsett af bókinni til að geta nýtt sér vinnubókina. Vinnubókina má nálgast hér.

Verð

990 kr.

Vara