Vefslóð
Lýsing
Vanda málið er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Það að efnið sé heildstætt þýðir að hér er tekið á öllu sem tengist íslenskunáminu á einum stað. Ekki þarf sérstaka bók fyrir málfræði, stafsetningu eða bókmenntir og ljóð. Kennsluefnið myndar eina heild fyrir miðstigið og skapar samfellu í náminu sem er til mikilla bóta fyrir nemendur, kennara og foreldra. Nú hafa um 70 prósent allra skóla keypt Vanda málið. Þetta vandaða efni er unnið eftir kröfum Aðalnámsskrár grunnskólanna og tekur á öllu þáttum sem þar er getið. Rétt er að geta þess að efnið þykir nokkuð krefjandi en flestir eru einmitt á því að það sé einmitt styrkur þess. Námsefni þetta var rúm tvö ár í þróun og var það m.a. tilraunakennt í þremur stórum grunnskólum. Þannig var reynt að tryggja að efnið hentaði sem best þörfum og kröfum bæði nemenda og kennara.