Gunnlaugs saga ormstungu | skolavefurinn.is

Gunnlaugs saga ormstungu

Vefslóð

Lýsing

Gunnlaugs saga ormstungu hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum. Hún fjallar um heitar ástir ungmenna og mikil örlög en er jafnframt blandin gamansemi og húmor. Hún er sterk í byggingu og er römmuð inn af draumum sem feður aðalpersónanna dreymir. Helstu persónur eiga hver sín einkenni, mikla kosti og augljósa galla, sem gera dramatísk átök óumflýjanleg. Sagan er tilvalin til umræðu um mannlegan breyskleika og mannleg samskipti, og mætti nýta til siðferðislegrar og heimspekilegrar rökræðu. Á hana má líta sem dæmisögu um það hvernig farið getur ef haldið er dauðahaldi í gömul hetju- og sæmdargildi í friðsömu bændasamfélagi. Eða öllu heldur, hvernig farið getur ef ekki er hugað að dygðum á borð við sanngirni og tillitssemi í samskiptum manna. En jafnframt er þetta saga um mannlega reisn og mannlegan harm í viðsjárverðum heimi.