Hrói höttur | Skólavefurinn

Hrói höttur

Vefslóð

Lýsing

Sagan af Hróa hetti og köppum hans hefur lengi verið ungu fólki hugleikin, enda höfðar hún til svo margra þátta í hugum þess. Hugmyndin um útlagann sem rænir þá ríku til þess að gefa hinum fátæku; manni sem ræðst gegn ríkjandi óréttlæti og berst gegn kúgun á eigin forsendum er eitthvað sem kemur við réttlætiskennd okkar allra. Við bjóðum upp á heildstætt námsefni íslensku í kringum söguna af Hróa hetti, þar sem við tengjum saman bókmenntir, málfræði, ritun, krossgátur, leit á vef o.fl. Textinn er unninn upp úr gömlu þýðingu Halldórs Bríems frá því skömmu eftir aldamótin 1900, en við höfum fært málfar til nútímanlegra horfs þar sem aldarhátturinn skar um of í augun og samræmt stafsetningu. Gamli blærinn sem er svo heillandi er þó til staðar enn. Efnið skiptist í 18 kafla.