Vefslóð
Lýsing
Eflaust kannast margir við Jónas Jónasson frá Hrafnagili, þann er tók saman bókina ,,Íslenskir þjóðhættir", sem skólanemar og aðrir hafa stuðst svo vel við í gegnum tíðina. En þeir eru kannski færri sem vita það að Jónas var afkastamikill skáldsagnahöfundur og einn fyrsti spennusagnahöfundur okkar Íslendinga ef Íslendingasögurnar sjálfar eru ekki taldar með. Við ætlum nú að kynna ykkur þessa hlið á manninum Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili með því að bjóða ykkur upp á söguna ,,Jón halti" eftir hann í framhaldssöguformi.
Verkefnin sem fylgja sögunni eru unnin miðað við Aðalnámskrá grunnskóla, en auk þess er reynt að skoða söguna út frá bókmenntalegum forsendum og nokkur helstu hugtök sem notuð eru við slíkar greiningar kynnt og unnið með þau.
Sagan er myndskreytt af Irene Ósk Bermudez.