Sæfarinn eftir Jules Verne | Skólavefurinn

Sæfarinn eftir Jules Verne

Vefslóð

Lýsing

Hér er á ferðinni námsefni í íslensku hugsað fyrir 8.-10. bekk. Sagan Sæfarinn eftir Jules Verne er notuð sem útgangspunktur inn í víðáttur íslenskunnar sem og aðrar námsgreinar ef því er að skipta. Leggjum við mikla áherslu á að gera námsefnið skemmtilegt og aðlaðandi um leið og við fylgjum markmiðum aðalnámskrár eins vel og ítarlega og efnið gefur tök á. Við hvetjum alla til að kynna sér þetta efni vel, bæði kennara og nemendur, enda má nota það bæði sem almennt kennsluefni í bekk og/eða sem einstaklingsefni og hentar vel sem þjálfunarefni fyrir samræmt próf í íslensku. Sagan telur 30 kafla og að venju er bæði hægt að nálgast efnið í sérhannaðri vefútgáfu, myndskreyttri með gagnvirkum skýringum og æfingum og/eða í útprentanlegri útgáfu með góðum verkefnum. Í sögunni lætur Verne hetjur sínar ferðast í kafbáti um óravegu undirdjúpanna. Hafði slíkt aldrei verið gert og menn þekktu lítið til lífsins undir yfirborði sjávar. Sagan hefur haft víðtæk áhrif, ekki síst fyrir persónusköpun, en Númi (Nemo) skipstjóri hefur t.a.m. verið fyrirmynd margra síðari tíma hetja og þá hafa raunverulegir kafbátar borið nafn þessa fyrirrennara síns, Nautilius.