Vefslóð
Lýsing
Sagan af honum Gúllíver í Putalandi eftir Jonathan Swift hefur lengi heillað unga sem aldna frá því hún kom fyrst út árið 1726. Hér er hún í þýðingu Þorsteins Erlingssonar með góðum verkefnum í íslensku sem taka mið af markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla fyrir 6. bekk. Er hér um að ræða heildstætt námsefni í íslensku í svipuðum anda og sögurnar um Róbinson Krúsó og Tumi þumal. Sagan telur 13 kafla og skiptist í vefútgáfu og útprentanlega útgáfu. Á vefútgáfunni er hægt að hlusta á efnið upplesið.