Hlustun og skilningur: Skráningarblað | skolavefurinn.is

Hlustun og skilningur: Skráningarblað

Vefslóð

Lýsing

Hér er hægt að sækja og prenta út sérstakt skráningarblað fyrir notendur. Þar skrá þeir nafn æfingar: á hvaða stigi hún er, dagsetningu og árangur. Getur verið gott að láta nemendur fylla út slíkt blað og jafnvel láta þá reyna sig við sömu æfingu oftar en einu sinni eftir því hvernig þeim gengur með hana. Árangurinn ætti stöðugt að batna því þær upplýsingar sem fyrir eru gera verkið léttara bæði hvað varðar athygli og að yfirfæra upplýsingar frá skammtíma- yfir í langtímaminni. Hér fyrir neðan er tengill í slíkt skráningarblað. Til að skráningarblaðið glatist síður getur verið gott að líma það inn í stílabók eða geyma í möppu.