Hlustun og skilningur: Stig 3 | skolavefurinn.is

Hlustun og skilningur: Stig 3

Vefslóð

Lýsing

Textarnir í stigi 3 eru á bilinu 400–500 orð. Eins og með texta á fyrri stigum eru þeir einfaldaðir, en þó í mun minna mæli en á stigum 1 og 2. Flóknar setningar eru líka einfaldaðar, en ekkert er hugað að lengd setninga. Þá eru nú komnir þrír valmöguleikar við hverja spurningu í stað tveggja, en auk þess þurfa nemendur að beita rökvísi við að svara sumum spurninganna. Fjöldi spurninga er misjafn eða frá 10–14 spurningar. Á þessu stigi er leshraði hægur.