Vefslóð
Lýsing
Það er okkur sönn ánægja að bjóða upp nýtt og spennandi námsefni í íslensku eftir Guðjón Ragnar Jónasson, sem kallast Hetjuspegill og er kennslu- og verkefnahefti í málfræði. Það telur 42 blaðsíður og hentar vel fyrir miðstig grunnskólans. Heftið skiptist í nokkra kafla, en þeir heita: Tungumálið, Uppruni tungumálsins, Indóevrópska málaættin, Hugtakið texti, Greining á textamynstri, Stofnun Árna Magnússonar og Fallbeygt á netinu. Hér er boðið upp á algjörlega nýja nálgun í íslenskukennslu sem lengi hefur skort og hvetjum við alla er láta sig góða kennsluhætti varða að kynna sér þetta efni nánar.
Hetjuspegillinn er að nokkru leyti byggður á lestrarbókinni Með hetjur á heilanum, sem er einnig eftir Guðjón. Hún var gefin út af bókaforlaginu Sölku og hefur notið mikilla vinsælda bæði í skólum og á almennum markaði.