Vefslóð
Lýsing
Sagan af honum Gúllíver í Putalandi hefur lengi heillað unga sem aldna frá því hún kom fyrst út árið 1726. Höfundurinn var írskur maður, Jonathan Swift, og hefur hann stundum verið nefndur mesti háðsádeiluskrifari sem ritað hefur á enska tungu. Hér er sagan í þýðingu Þorsteins Erlingssonar með góðum verkefnum í íslensku sem taka mið af markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla fyrir 6. bekk. Er hér um að ræða heildstætt námsefni í íslensku. Sagan telur 13 kafla.