Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása. Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.
Hér birtast valdir kaflar úr Skáldskaparmálum ásamt verkefnum þar sem nemendur kynna tilteknar frásagnir úr Skáldskaparmálum frammi fyrir bekkjarfélögum.