Sögur herlæknisins I: Hringurinn konungsnautur | skolavefurinn.is

Sögur herlæknisins I: Hringurinn konungsnautur

Vefslóð

Lýsing

Sögur herlæknisins eru eitt af stóru verkum heimsbókmenntanna. Þar er í annan stað sögð saga Svía og Finna um tveggja alda skeið, eða frá því Gústaf Adolf komst til valda fram á veldistíð Gústafs þriðja. Svo vitnað sé í orð þýðandans Matthíasar, þá mynda þær „samanofinn sagnabálk með einni og sömu umgjörð og eins og með einum og sama rauða þræði í miðri uppistöðu vefsins. ...Fyrsta bindið hefir fyrirsögnina: „Gústaf Adólf og þrjátíuára-stríðið“; en 1. kafli þeirrar sögu heitir „Hringurinn konungsnautur“. Þessi hringur er rauði þráðurinn í vefnum. Höfundur hefir þar samanofið með miklu hugviti örlaga- og gjörningatrú Finna við eðlileg rök atburðanna - ofið saman inngrónar hjátrúarhugmyndir þjóðarinnar og tímans, og hina sönnu sögu verulegs lífs, svo að álög og örlagadómar sýnast samanfalla við sjálfræðisrök og réttar tilgerðir, svo varla má í milli sjá, hvað náttúrlegt sé, og hvað töfrum að kenna. En þótt fáfróðum lesanda finnist hringurinn örlagaríkur og æði magnaður, mun honum oftast að lokum skiljast, að það, sem ræður úrslitum og auðnukjörum manna, eru engin galdraöfl utan frá, heldur eðlileg „rás viðburðanna“, orð manna, eðlisfar og athafnir.