Það er okkur mikil ánægja að bjóða áskrifendum okkar upp á hinar vönduðu og áhugaverðu lestrarbækur Auðbjargar Pálsdóttur hér á Skólavefnum. Hafa bækur Auðbjargar verið notaðar víða með góðum árangri og því mikill fengur að þeim. Öllum bókunum fylgja vandaðar vinnubækur.
Bækurnar sem eru 14 í allt miðast fyrst og fremst að því að þjálfa almennan lesskilning og þar hafa vinnubækurnar mikið vægi. Eru vinnubækurnar þannig uppbyggðar að verkefnin eru skilgreind útfrá blaðsíðum í lesbókunum og er vinna nemandans einkum fólgin í því að haka við réttar lausnir. Í fæstum tilvikum þarf að skrifa nema stök orð við og við.
Bækurnar eru unnar þannig að hægt er að nálgast lesbækurnar í pdf og/eða sem flettibækur sem tilvalið er að hlaða niður í tölvuna. Vinnubækurnar eru í pdf og svo er hægt að sækja upplestur á sögunum.
Bók 10: Hjólaferðin
Bók 11: Hanna
Bók 12: Bæjarferð
Bók 13: Ásta er týnd
Bók 14: Afmælisgjöfin
Bók 1: Veskið


Sagan fjallar um vinina Hönnu og Palla sem finna veski á förnum vegi sem er stútfullt af peningum. Nú er að sjá hvernig þau leysa úr því.
Bók 2: Útilegan
Útilegan segir frá systkinunum Lísu og Val sem fara í útilegu til Laugarvatns með foreldrum sínum og lenda í ævintýrum þar.

