- Leiðbeiningar til útprentunar (smelltu hér)
- Matsblað til útprentunar (smelltu hér)
Hvað geri ég? (Leiðbeiningar)
Efnið er þannig útbúið að auðvelt er að grípa í það með litlum eða engum fyrirvara og án þess að mikið skipulag sé að baki. Við mælum þó með að notendur fylgi leiðbeiningum okkar ef ætlunin er að þjálfa sig markvisst í lestri og lesskilningi. Það ætti enda ekki að vera neinum þolraun að fara í gegnum allt ferlið þar sem allir textarnir búa yfir áhugaverðum fróðleik og eru efnislega algjörlega óháðir aldri. Þeir sem eru lengra komnir verða þá bara fljótari að fara í gegnum það. Hverjum er þó í sjálfs vald sett að velja sér þann stað sem hentar þeim best í byrjun.
Athugið að til þess að geta tekið þátt í leiknum (lestrarkassanum) verðið þið að skrá ykkur. Ef þú ert með áskrift ertu þegar skráður en ef þú þarft að fá aðgang sem nemand eða kennari þarf að senda inn beiðni til skólavefsins um að skrá þig.
Grunnaðferð
Hver lestrarkassi inniheldur fimmtíu texta sem skiptast í fimm stig og eru tíu textar í hverju stigi. Nemendur velja sér texta á því stigi sem þeir telja henta sér (sjá lýsingu hér á eftir) og prenta svo út matsblað. Athugið að hægt er að vinna hvert verkefni á tvo vegu, þ. e. annars vegar má prenta það út og leysa þannig eða vinna það gagnvirkt á Netinu. Hvor leiðin sem valin er þá er mjög mikilvægt að skrá hjá sér allar niðurstöður, þannig að árangurinn sé ljós. Hér fyrir neðan má sjá einfalda nálgun sem gott er að kynna sér.
1. Við byrjum á að velja stig.
2. Þá er að velja texta og prenta út eða taka til matsblað.
3. Skoðum orðalistann sem fylgir textanum, en á vefnum er hægt að fá orðalistann upplesinn sem getur hjálpað.
4. Þá rennum við lauslega yfir spurningarnar sem fylgja textanum.
5. Textinn lesinn.
6. Spurningum svarað.
7. Niðurstöður skráðar á matsblað.
8. Ákvörðun um áframhald miðast við niðurstöður síðasta texta. (sjá viðmiðunartöflur).
Athugið að nú fyrsta kastið bjóðum við einungis upp á mat sem felst í fjölda réttra svara, en hugmyndin er að bæta við nýjum valmöguleika innan tíðar þar sem lesendur geta einnig valið það berjast við tíma.
Textarnir og flokkun þeirra
Flokkun
1. stig |
Textar þar sem reynt er að notast við styttri orð og setningar án þess þó að skerða innihaldið á nokkurn hátt. Fimm til sex spurningar með fjórum svarmöguleikum. Orðalistar fylgja.
|
0 – 100 orð |
2. stig
|
Textar þar sem reynt er að notast við styttri orð og setningar án þess þó að skerða innihaldið á nokkurn hátt. Fimm til sex spurningar með fjórum svarmöguleikum. Orðalistar fylgja.
|
100 – 200 orð |
3. stig
|
Óbreyttir og sérvaldir textar úr ýmsum áttum. Sjö til átta spurningar með fjórum svarmöguleikum. Orðalistar fylgja.
|
200 – 300 orð |
|
4. stig
|
Óbreyttir og sérvaldir textar úr ýmsum áttum. Átta til tíu spurningar með fjórum valmöguleikum. Orðalistar fylgja.
|
300 – 400 orð |
5. stig
|
Óbreyttir textar úr ýmsum áttum. Tíu til tólf spurningar með fjórum valmöguleikum. Orðalistar fylgja.
|
400 – 500 orð |
Innihald
Eins og áður sagði fellur þetta efni ekki beint undir neina eina námsgrein en við leggjum gríðarmikla áherslu á að allir textarnir séu bæði áhugaverðir og auki við þekkingu lesandans. Textarnir í þessum fyrsta kassa má finna texta sem falla undir landafræði, náttúrufræði, list, heimspeki, sagnfræði svo eitthvað sé nefnt. Má auðveldlega tengja þá flesta við ákveðnar námsgreinar. Þá höfum við hugsað okkur að bjóða up á þematengda lestrarkassa í framtíðinni.
Viðmiðunartöflur - Matsreglur.
1. stig
|
Ekkert rangt svar. |
Eitt til tvö röng svör. |
Meira en 2 röng svör. |
|
Þegar lesandi hefur lokið þremur textum með þessum árangri í röð er ekkert því til fyrirstöðu að fara upp á næsta stig. |
Nemandi velur sér annað verkefni á sama stigi. |
Ef lesandi er með meira en tvö röng svör leggjum við til að hann reyni sig aftur við æfinguna. |
2. stig
|
Ekkert rangt svar. |
Eitt til tvö röng svör. |
Meira en 2 röng svör. |
|
Þegar lesandi hefur lokið þremur textum með þessum árangri í röð er ekkert því til fyrirstöðu að fara upp á næsta stig. |
Nemandi endurtekur æfinguna eða velur sér aðra æfingu á sama stigi. |
Lesandi endurtekur æfinguna og ef sami árangur kemur út úr því gæti verið best að fara aftur á stig 1. |
3. stig
|
Ekkert rangt svar. |
Eitt til þrjú röng svör. |
Meira en 3 röng svör. |
|
Þegar lesandi hefur lokið þremur textum með þessum árangri í röð er ekkert því til fyrirstöðu að fara upp á næsta stig. |
Nemandi endurtekur æfinguna eða velur sér aðra æfingu á sama stigi. |
Lesandi endurtekur æfinguna og ef sami árangur kemur út úr því gæti verið best að fara aftur á stig 2. |
4. stig
|
Ekkert rangt svar. |
Eitt til fjögur röng svör. |
Meira en 4 röng svör. |
|
Þegar lesandi hefur lokið þremur textum með þessum árangri í röð er ekkert því til fyrirstöðu að fara upp á næsta stig. |
Nemandi endurtekur æfinguna eða velur sér aðra æfingu á sama stigi. |
Lesandi endurtekur æfinguna og ef sami árangur kemur út úr því gæti verið best að fara aftur á stig 3. |
5. stig
|
Ekkert rangt svar. |
Eitt til fimm röng svör. |
Meira en 5 röng svör. |
|---|---|---|
|
Þegar lesandi hefur lokið þremur textum með þessum árangri í röð er ekkert því til fyrirstöðu að fara upp á næsta stig. |
Nemandi endurtekur æfinguna eða velur sér aðra æfingu á sama stigi. |
Lesandi endurtekur æfinguna og ef sami árangur kemur út úr því gæti verið best að fara aftur á stig 4. |

