Lesum lipurt: Léttlestrarbækur | skolavefurinn.is

Lesum lipurt: Léttlestrarbækur

eftir Sigríði Ólafsdóttur
Verð:3 600 ISK

Skólavefurinn hefur nú tekið í sölu hinar frábæru léttlestrarbækur Lesum lipurt eftir Sigríði Ólafsdóttur, sérkennara. Hún hefur í áratugi starfað við lestrarkennslu seinfærra barna; sérkennslu, talkennslu og kennslu heyrnardaufra auk almennrar kennslu.

Bækurnar eru átta talsins, fjölnota, og eru ætlaðar öllum byrjendum í lestri. Þær henta einnig sérlega vel nemendum sem fara hægt af stað við lestrarnám eða eru áhugalitlir um lestur.

Textinn í bókunum er mjög léttur og einfaldur í byrjun og mikið er um endurtekningar sem gerir það að verkum að nemandinn finnur fyrir getu sinni og sjálfstraust eykst. Bækurnar þyngjast svo stig af stigi og er farið í gegnum allar þrjár grunnlestraraðferðirnar, þ.e.a.s. fyrst orðaðferðina, síðan hljóðaðferðina og loks stöfunaraðferðina. 

Bækurnar eru seldar átta saman í pakka.

Verð

2.980 kr.

Vara