Benedikt Sveinsson | skolavefurinn.is

Benedikt Sveinsson

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Einn af þeim mönnum sem hvað mest gáfu sig að baráttu Íslendinga fyrir auknu frelsi frá Dönum á síðari hluta 19. aldar var Benedikt Sveinsson, dómari, sýslumaður og alþingismaður. Frá því að hann settist fyrst á þing sem konungskjörinn þingmaður árið 1861 sat hann á þingi í 32 ár. Var hann alla tíð ákafur umbótasinni og lét til sín taka í mörgum málum. Sérstaklega var honum sjálfstæði Íslendinga hugleikið, en þá barðist hann ötullega fyrir stofnun lagaskóla á Íslandi og síðar háskóla og einnig vildi hann lögboða búsetu kaupmanna á landinu. Ef hans hefði ekki notið við á þeim árum þegar staða Íslands gagnvart Dönum og danska ríkinu var til umfjöllunar er óvíst um hverjar málalyktir hefðu orðið.