Guðrún Ósvífursdóttir | skolavefurinn.is

Guðrún Ósvífursdóttir

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Þó svo að konur séu sjaldnast í aðalhlutverki í Íslendingasögunum þá leika þær oft stærra hlutverk í mörgum þeirra heldur en menn ætla við fyrstu sýn. Má þar nefna konur eins og Auði Vésteinsdóttur í Gísla sögu Súrssonar, Hallgerði langbrók í Njáls sögu o.fl. Í sumum sögum eru þær í aðalhlutverki til jafns við karlana og má þar nefna Guðríði Þorbjarnardóttur í Eiríks sögu rauða og Guðrúnu Ósvífursdóttur í Laxdælu. Er Guðrún ein af stórbrotnustu persónum Íslendingasagnanna og svo vel hefur höfundi tekist að draga hennar persónu fram í sviðsljósið að enn þann dag í dag velta menn vöngum yfir persónu hennar.