Helen Keller | skolavefurinn.is

Helen Keller

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Fram að því að Helen Keller kom til sögunnar og reynslusaga hennar varð kunn voru blindir, mállausir og/eða heyrnarlausir að mestu lokaðir frá venjulegu samfélagi og lokaðir inni í eigin heimi. Dugnaður hennar og vilji átti stóran þátt í að breyta því. Það er óhætt að segja að sagan af Helen Keller sé ein af þessum kraftaverkasögum sem endrum og sinnum gerast og sýna hverju má áorka ef einbeittur vilji og hugrekki fara saman. Ásamt með kennara sínum og félaga til nærri 40 ára, Anne Sullivan, tókst henni að gera hið ótrúlega að færa blindum sýn, daufum heyrn og mállausum mál.