Ísleifur Gissurarson | skolavefurinn.is

Ísleifur Gissurarson

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Þó svo að Íslendingar hafi lögtekið kristni árið 1000 var það mest vegna utanaðkomandi þrýstings frekar en að almenningur væri svo sannkristinn, enda engir lærðir íslenskir guðfræðingar eða klerkar í landinu. Það kom því í hlut erlendra presta og biksupa að innleiða hér fagnaðarboðskapinn og leiða menn hinn rétta veg til Guðs. En til þess að kristnin næði að skjóta varanlegum rótum í hugum manna var nauðsynlegt að fá Íslendinga til að læra guðfræði og gerast prestar. Því var það að Gissur hvíti Teitsson sá er átti einn stærsta þáttinn í að kristni var lögtekin hér á landi sendi son sinn Ísleif ungan utan til náms. Er óhætt að segja að þetta hafi verið örlagarík ákvörðun, því Ísleifur varð fyrsti íslenski biskupinn og átti stóran þátt í því að kristnin náði að festa sig í sessi á jafn myndarlegan hátt og raun ber vitni.