Japetus Steenstrup | skolavefurinn.is

Japetus Steenstrup

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ísland var einu sinni dönsk nýlenda og þá höfðu Danir mikil afskipti af þjóðinni. Þó svo að gleðin hafi verið mikil þegar Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum má aldrei gleyma þeim Dönum sem sýndu Íslendingum bæði vinskap og veglyndi. Einn af þeim var náttúrufræðingurinn Japhetus Steenstrup sem ferðaðist hér um landið með Jónasi Hallgrímssyni og bauð honum skömmu áður en hann lést að dvelja hjá sér í Sórey þar sem Steenstrup starfaði. Voru það góðir dagar í huga skáldsins góða og þar mun hann t.a.m. hafa ort ljóðið Ég bið að heilsa (Nú andar suðrið).