Játvarður góði Englandskonungur | skolavefurinn.is

Játvarður góði Englandskonungur

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Játvarður hinn helgi (Edward the Confessor) var konungur yfir Englandi frá 1042–1066. Þó svo að hann virðist ekki hafa verið vel til konungs fallinn hélst nokkur friður í landinu meðan hann ríkti. Hann mun í upphafi hafa haft heldur lítinn áhuga á að vera kóngur, enda var hann mjög trúhneigður og mun að sögn hafa haft meiri áhuga á að sinna trúarþörf sinni en veraldlegum málum. Játvarður var síðasti konungurinn úr röðum Engilsaxa ef frá er talinn Haraldur Guðinason sem tók við af honum og ríkti einungis í nokkra mánuði á árinu 1066.