Pétur „mikli“ Rússakeisari | skolavefurinn.is

Pétur „mikli“ Rússakeisari

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Þegar Pétur ,,mikli” komst til valda í Rússlandi árið 1682 var ástandið í landinu ekki gott á mörgum sviðum. Einangrunarstefna Rússa hafði leitt til þess að menntunarmál voru í ólestri og þá höfðu Rússar dregist aftur úr öðrum þjóðum í iðnaði, landbúnaði og viðskiptum; höfðu ekki náð að tileinka sér margar þær nýjungar og framfarir í tækni og verkkunnáttu sem önnur ríki Evrópu höfðu gert. Strax og Pétur komst til valda hófst hann handa við að snúa þessari þróun við og þegar hann lést árið 1725 eftir að hafa verið við völd í 43 ár voru Rússar komnir í fremstu röð þjóða á flestum sviðum. Pétur hafði opnað dyrnar fyrir framförum og þekkingu til Rússlands og bjuggu þeir að verkum hans næstu aldir.