Saki | skolavefurinn.is

Saki

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Hector Hugh Munro (Saki), kom víða við á ritvellinum, þrátt fyrir stuttan aldur. Hann skrifaði jöfnum höndum fréttir, pólitískar háðsádeilur, sagnfræði, leikrit, skáldsögur og smásögur. Í dag eru það þó aðallega smásögurnar sem halda nafni hans á lofti, enda margar hverjar afburða góðar og skemmtilegar. Munro notaði höfundarnafnið Saki, sem hann tók úr kvæði eftir perneska stjörnufræðinginn, stærðfræðinginn, heimspekinginn og skáldið Omar Khayyam (1048-1131).