Wilkie Collins | skolavefurinn.is

Wilkie Collins

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Wilkie Collins eða William Collins eins og hann hét réttu nafni var með vinsælustu rithöfundum Englendinga á 19. öld. Hefur hann oft verið nefnddur faðir ensku sakamálasögunnar, sem verður þó að telja vafasamt enda byggði Collins sjálfur að einhverju leyti á sögum Edgar Allan Poe og annarra. Hann er þó almennt talinn vera fyrsti eiginlegi sakamálarithöfundurinn sem naut almennrar hylli. Og þrátt fyrir að hann hafi látist fyrir meira en hundrað árum er enn verið að lesa sögur hans og gera kvikmyndir eftir þeim.