Vefslóð
Lýsing
Nú geturðu prentað út dæmablöð með orða- eða töludæmum eins og þú vilt. Þú getur valið gerð dæma, tölur sem birtast í dæmum og uppsetningu. Engin tvö dæmi verða eins. Auðvelt að velja dæmi sem henta hverjum nemenda. Orðadæmi í samlagningu og frádrætti eru oft greind í 11 flokka eftir því hvaða atriði er verið að þjálfa. Forritið gerir kleift að raða dæmum saman á blað eftir tegundum. Valið er hve mörg dæmi úr hverjum flokki birtast og á hvaða bili tölurnar í dæmunum eiga að vera. Forritið sér síðan um að búa til orðadæmi þar sem engin tvö dæmi verða eins. Hægt er því að prenta ótakarkamaðan fjölda af dæmablöðum, þar sem nemendur glíma alltaf við ný og ný dæmi. Svör fylgja.