Stærðfræðikennarinn | Skólavefurinn

Stærðfræðikennarinn

Stærðfræðikennarinn er gríðarlega metnaðarfullt verk sem við á framhaldsskoli.is erum að byrja að kynna þessa stundina og munum bjóða upp á í hentugum skömmtum á næstu misserum. Efnið er aðkeypt, en að því standa 11 breskir háskólar og má segja að það sé einstakt í sinni röð. Það er byggt upp á svipaðan hátt og Stærðfræðiskýringar Skólavefsins nema hvað hér er um mun meira efni að ræða, sem hreinlega smellpassar fyrir framhaldsskólana alveg frá fyrstu áföngum upp í efstu áfanga. Vegna umfangs höfum við ekki farið út í að þýða efnið, sem er á ensku, nema efnisyfirlitið og grunnlýsingar á hverju myndbandi. Þar sem efnið byggist á mjög nákvæmri sýnikennslu á myndbandi (líkt og íslensku stærðfræðiskýringarnar) ætti það ekki að koma að sök, einkum þar sem efnisyfirlitið er þýtt og nemendur eiga því auðveldara með að finna það sem þeir leita að. Þetta getur nýst sem ítarefni fyrir lengra komna, kennsluefni í efri áföngum og sem stuðningsefni fyrir kennara, enda alltaf áhugavert að sjá hvernig aðrir vinna með hugtökin.

*Ath. Stærðfræðikennarinn virkar best í Firefox og Google Chrome.

 

Image

Tengill

Námsgreinar