Vefslóð
Lýsing
(Athugið: Þarf flash spilara til að virka og því virkar ekki í snjallsíma eða spjaldtölvur)
----
Stærðfræðiþjálfi er gagnvirkt stærðfræðiforrit með innbyggðri talnagrind. Stærðfræðiþjálfi býður upp á nokkra möguleika. Þar er hægt að velja á milli samlagningar, frádráttar, margföldunar og deilingar. Innan hverrar aðgerðar geta menn svo valið sér stig eftir því hvaða styrkleika þeir vilja glíma við. Við höfum lagt sérstaka áherslu á að byggja hér upp einfalt, handhægt og aðgengilegt tól sem á að geta hentað flestum nemendum, ekki síst í sérkennslu, enda stafirnir stórir og vel sjáanlegir. Innbyggðu talnagrindina geta nemendur notað til þess að hjálpa sér við að finna rétt svar.