Vefslóð
Lýsing
(Athugið: Þarf flash spilara til að virka og því virkar ekki í snjallsíma eða spjaldtölvur)
--------
Gagnlegt forrit til að þjálfa margföldunartöfluna sem er þannig úr garði gert að nemandi kemst ekki í gegnum það nema hafa náð að svara öllum spurningum rétt. Spurningar sem nemandi svarar rangt þarf hann að glíma aftur við síðar í æfingunni og hægt er að velja hve oft. Nemandi getur valið að æfa sig í einni margföldunartöflu í einu, t.d. 3x töflunni, eða nokkrum í einu, t.d. 4x, 5x og 7x. Hann getur látið forritið rugla af handahófi röð spurninga og valið hvort tölum sé víxlað, t.d. 2x4 og 4x2. Punktateikningar auðvelda nemendum að svara spurningum sem þeir svara ekki rétt í fyrsta skipti. Þá er hægt að velja hvort tími sé tekinn á því hve lengi nemandi er að svara æfingunni. Í lokin birtist svo yfirlit yfir árangur nemandans og hægt er að prenta út þau dæmi sem hann svaraði ekki rétt. Vídeóleiðbeiningar fylgja þar sem hægt er að fá gott yfirlit yfir virkni forritsins.