Íslensk ævintýri | skolavefurinn.is

Íslensk ævintýri

Vefslóð

Lýsing

Flest ef ekki öll lönd eiga sín ævintýri, en það er með ævintýrin eins og með þjóðsögurnar að enginn veit hver hefur samið þau eða hver uppruni þeirra er. Vitað er að þau eru mjög gömul og ná allt aftur til Egyptalands til forna. Megintilgangur þeirra virðist hafa verið að skemmta fólki, en stundum geyma þau ákveðinn boðskap og jafnvel er hægt að draga af þeim einhvern lærdóm. Það fer t. a. m. ekki framhjá neinum hverjir eru góðir og hverjir vondir í þeim. Þó svo að flestar þjóðir búi að sínum eigin ævintýrum búa þau yfir miklu flökkueðli og eru mörg þeirra í grunninn til í mörgum löndum þó þau séu venjulega frábrugðin að einhverju leyti. Það getur því verið erfitt að heimfæra ákveðin ævintýri upp á lönd, nema einstakar útgáfur. Hér höfum við safnað saman nokkrum ævintýrum sem gengið hafa frá kynslóð til kynslóðar á Íslandi og eru því íslensk að því leyti að þau hafa átt hér heima um langan aldur. Fylgja góð verkefni hluta af sögunum, en með öðrum er mælt með að notuð sé almenn verkefnalýsing. Einnig bjóðum við upp á stutta umfjöllun um ævintýri og stutta almenna verkefnalýsingu sem hægt er að heimfæra á öll ævintýri. Góða skemmtun!