Hér getið þið nálgast valdar atriðabundnar gagnvirkar stafsetningaræfingar með nýju sniði. Æfingarnar henta jafnt fyrir venjulegar tölvur, spjaldtölvur og ekki síst snjallsíma. Eru þær einkum hugsaðar fyrir þá sem lengra eru komnir í stafsetningu og upplagðar fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir framhaldsskólann. |
Stafsetning og greinarmerki - regluhefti til útprentunar (pdf)
Stafsetning og greinarmerki
|
Í þessu hefti er farið yfir helstu reglur í
stafsetningu og greinarmerkjasetningu.
Stundum eru mikilvæg atriði endurtekin til að festa þau
sem best í minni, sbr. fyrirsagnir eins og:
Hnykkt á um n/nn.
Dæmi eru sýnd ásamt örstuttum æfingum.
Um efnið:
Hér getið þið nálgast valdar atriðabundnar gagnvirkar stafsetningaræfingar með nýju sniði. Æfingarnar henta jafnt fyrir venjulegar tölvur, spjaldtölvur og ekki síst snjallsíma. Eru þær einkum hugsaðar fyrir þá sem lengra eru komnir í stafsetningu og upplagðar fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir framhaldsskólann.
Framkvæmdin er einföld. Þið veljið það atriði sem þið viljið þjálfa ykkur í og þá fáið þið æfingu með 10 spurningum. Þegar þeirri æfingu er lokið getið þið fengið fleiri spurningar í sama atriði eða reynt við nýtt atriði. Einungis ein setning birtist í einu og þið eigið svo að „pikka“ inn (skrifa) eitt orð í hverri birtingu.
Athugið að boðið er upp á tvær útfærslur af æfingum, þ.e. þið getið valið um hvort þið viljið hlusta á setninguna og skrifa síðan orðið sem vantar eða hvort þið viljið fá að sjá alla setninguna í nokkrar sekúndur og skrifa svo orðið sem vantar. Gangi ykkur vel!
Til kennara - Bekkjarniðurstöður:
Ef kennari hefur bekkjaaðgang er hægt er að nálgast niðurstöður nemenda í sínum bekk/bekkjum með því að smella á hnappinn 'Bekkjaniðurstöður' hér að ofan.
Ef þig vantar bekkjaaðgang sendu þá tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is til að óska eftir bekkjaaðgangi. Þetta er gjaldfrjáls viðbótarþjónusta fyrir skóla í áskrift.
Ef óskað er nánari upplýsinga eða útskýringa er hægt að hafa samband við Skólavefinn í síma 551 6400 eða senda tölvupóst á skolavefurinn@skolavefurinn.is