Vefslóð
Lýsing
Í stað þess að spyrja spurninga eru svörin gefin og hinir eiga að koma með viðeigandi spurningu. Til dæmis: „Svarið er ávaxtasafi. Hver er spurningin?“ - Nefndu hollan drykk sem við drekkum. Eða: „Ef svarið væri kaffi hver gæti spurningin þá verið?“ - Hvaða drykkur er úr baunum, er heitur og fullorðnir drekka? Aldur: 5 - 6 ára.