3 fyrir 1 | skolavefurinn.is

3 fyrir 1

Skólavefurinn.is + Hlusta.is + Lestu.is = 3 fyrir 1

Það hefur ekki farið fram hjá okkur á Skólavefnum að blóðugur niðurskurður á sér stað í menntakerfinu þessi misserin. Við erum hins vegar sammála frændum okkar Finnum um það að rétta leiðin út úr núverandi ástandi sé sú að auka vægi menntunar frekar en að draga þar saman seglin. Grunnskólar landsins og Skólavefurinn hafa nú staðið saman í 10 ár og í stað þess að draga úr þjónustunni ætlum við að gefa í og auka hana til muna. Þetta gerum með því að veita grunnskólum með áskrift að  Skólavefnum nú einnig aðgang að hljóðbókasíðunni Hlusta.is og rafbókasíðunni Lestu.is frítt allt árið 2011.
 
Grunnáskriftin hjá okkur hefur ekki hækkað í mörg ár og gerir það ekki heldur núna og fá skólarnir því þrjá vefi á verði eins. Allir grunnskólar sem eru með áskrift að Skólavefnum fá því aðgang að Hlusta.is og Lestu.is án endurgjalds árið 2011. Þeir sem nýta sér ip-töluaðgengi geta þegar nýtt sams konar aðgengi á Hlusta.is og Lestu.is. Þeir skólar sem eru með aðgengi í gegnum lykilorð geta haft samband við okkur til að fá aðgang.

Hlusta.is

Hljóðbókasíðan Hlusta.is er nú að hefja sitt þriðja starfsár og hefur vaxið gríðarlega á þeim stutta tíma. Þangað er hægt að sækja ógrynni upplesins íslensks efnis til þess að hlusta á í tölvunni, skrifa á geisladiska eða setja á iPod. Flestir grunnskólar notast mikið við hlustun af geisladiskum og með Hlusta.is getið þið skrifað sögurnar á diska og fjölfaldað efnið fyrir nemendur, ef efnið tengist náminu og námsefninu beint. Þannig getur skólinn sparað í innkaupum og aukið hlustun og þjónustu, t.d. við þá sem glíma við lesraskanir. Á Hlusta.is er einnig að finnaHlustun og skilning, nýtt námsefni til þjálfunar á hlustunarskilningi, en Hlusta.is fékk styrk úr Þróunarsjóði námsgagna til að vinna þetta verkefni. Það samanstendur af fjölmörgum stigskiptum hlustunaræfingum með útprentanlegum og gagnvirkum spurningum. Það er okkar mat að ekki sé síður mikilvægt að sinna hlustunarskilningi íslenskra nemenda en lesskilningnum því sá þroski er samofinn. Bókasafn skólans getur því meðan á þessu tilboði stendur haft námsefni í hillu aðgengilegt nemendum og kennurum og má gefa nemendum eintak ef efnið tengist náminu beint. Öll afnot eru háð þessu tilboði eða áskrift að Hlusta.is.

Lestu.is

Lestu.is er fyrsta rafbókasíðan á Íslandi. Síðan er þó ekki aðeins bókasafn fyrir rafbækur heldur einnig bókmenntasíða sem kemur klárlega til með að nýtast kennurum og nemendum á grunnskólastigi. Rafbókabyltingin mun sjálfsagt ekki verða minni en sú bylting sem iPod spilarinn var í tónlistinni. Nú verða bókmenntir aðgengilegri fyrir alla og ætlum við okkur að vera í fararbroddi þessarar byltingar á Íslandi, hvort sem er gagnvart skólum eða einstaklingum. Eins og áður segir verður að finna vandaða bókmenntaumfjöllun á vefnum sem þó miðar að því að gera bókmenntirnar aðgengilegri almenningi. Við bjóðum upp á æviágrip með öllum höfundum og umfjöllun um hvern titil. Að auki gefum við út rafræna bókmenntatímaritið Lestu og munum bjóða upp á örnámskeið tengd völdum höfundum eða verkum. Bækurnar á Lestu.is er ekki aðeins hægt að sækja fyrir rafbókalesara eins og iPad og Kindle heldur eru þær einnig aðgengilegar sem þægilegar flettibækur til lestrar í tölvunni. Að auki er hægt að panta allar bækurnar sem fallega kilju (Prentað-eftir-pöntun).