Í málfræði bjóðum við upp á ítarlegan hugtakabanka, þar sem öll helstu hugtök málfræðinnar eru skýrð á einfaldan og ljósan hátt. Þá bjóðum við upp á áhugaverð æfingahefti til útprentunar auk vefs þar sem hægt er að glíma við æfingar í völdum þáttum málfræðinnar gagnvirkt.