Ein megin áherslan í íslenskunámi hlýtur alltaf að vera að fá fólk til að umgangast tungumálið af alúð og vera meðvitað um gott og vandað mál. Við munum á þessari síðu bjóða upp á reglulega málfarspistla þar sem fjallað er um ýmislegt sem gott er að hafa í huga varðandi málið og geta gefið tilefni til umræðna um málnotkun. Eru pistlarnir settir þannig fram að gott er grípa í þá milli stunda og getur hver og einn nálgast þá með sínum hætti. Hvetjum við alla til að kynna sér þessa pistla. Það er Baldur Hafstað sem hefur veg og vanda að þessum lið og fær til sín gott fólk. Um að gera að nýta sér pistlana til að krydda aðeins íslenskunámið. Áhersla Baldur er eins og segir í inngangi síðunnar: ,,Mælt er með frjálslegri umræðu sem stuðli að auknum áhuga á tungunni og þeim mikla sköpunarmætti sem hún býr yfir.“