Hér er um að ræða vandaðar málfræðiskýringar með gagnvirkum æfingum. Efninu er skipt niður í þrjá meginflokka, en þeir eru: nafnorð, sagnorð og greinir. Hver flokkur hefur svo að geyma fjölmörg atriði og er þetta í raun uppflettirit í danskri málfræði. Farið er yfir grunnatriðin og ekki of mikið tekið fyrir í hverjum þætti. Gott er að lesa hvert atriði vandlega yfir og spreyta sig síðan á gagnvirku æfingunni sem fylgir.