LANDAFRÆÐI | skolavefurinn.is

LANDAFRÆÐI

Í landafræði bjóðum við upp á efni um Ísland og valin lönd. Hér má m. a. finna vandaðar glósur Halldórs Ívarssonar sem útbúnar voru sem grunnur fyrir samræmt póf og standa enn fyrir sínu. Samtals telja þær um 90 blaðsíður. Samfara þeim boðið upp á vinnubækur í landafræði með góðum lausnum. Þá vekjum við athygli á efnisflokknum Heimur í hnotskurn þar sem fjallað er um valin lönd á áhugaverðum hátt. Efnið um Ísland er tvíþætt. Annars vegar er það sígilt efni eftir þá Þorvald Thoroddsen og séra Jón Norðmann sem gott getur verið að skoða þegar litið er til fortíðarinnar. Hins vegar er um að ræða efni sem tekur fyrir sögufræga staði og bæði hægt að nálgast upplesið á vefsíðu eða í sérútbúinni prentútgáfu með verkefnum. Hentar það vel sem ítarefni.